Pippen heldur áfram að dissa Jordan: „Flensa? Í alvöru“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 13:19 Michael Jordan og Scottie Pippen mynduðu eitt besta tvíeyki í sögu NBA-deildarinnar. getty/Jo Scottie Pippen heldur áfram að skjóta á sinn gamla liðsfélaga, Michael Jordan, í nýlegu viðtali gerði hann lítið úr flensuleiknum svokallaða. Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Ævisaga Pippens, Unguarded, er nýkomin út og hann er á fullu að kynna hana. Í bókinni skýtur hann nokkuð föstum skotum að Jordan. Pippen var til að mynda ósáttur við þá mynd sem var dregin upp af honum í þáttaröðinni The Last Dance sem fjallar um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls. Pippen sagði að Jordan væri baðaður í dýrðarljóma í þáttunum á meðan lítið væri gert úr samherjum hans. Í viðtali við SiriusXM NBA Radio beindi Pippen sjónum sínum að flensuleiknum svokallaða, leik fimm í einvígi Chicago og Utah Jazz í úrslitum NBA 1997. Jordan spilaði leikinn með flensu, eða matareitrun, en skoraði samt 38 stig, þar á meðal sigurkörfuna. Með sigrinum komst Chicago í 3-2 í einvígi liðanna. Pippen finnst full mikið gert úr flensuleiknum og segist oft hafa spilað illa haldinn af bakverkjum. „Ég spyr þig: hvort er auðveldara að spila með bakmeiðsli en flensu?“ spurði Pippen útvarpsmanninn sem svaraði því að oft væri talað um að bakmeiðsli væru þau erfiðustu. „Já, ég sé ekki marga bakverkjaleiki en ég sé flensuleiki. Flensa? Í alvöru,“ sagði Pippen. "I don't see many bad-back games, but I do see flu games." @ScottiePippen compares his back injury against the Jazz to Michael Jordan's infamous "Flu Game." Hear more on @SiriusXMNBA. https://t.co/vZSAKED5NR pic.twitter.com/65Q21Dgig2— SiriusXM (@SIRIUSXM) November 9, 2021 Sjálfur var hann meiddur í baki á þessum tíma og segir að hann hefði ekki getað spilað oddaleikinn ef Utah hefði jafnað í 3-3. „Nei, ég var nánast búinn að vera. Ég átti í erfiðleikum og á enn í erfiðleikum vegna þess. En ég hefði ekki spilað í leik sjö,“ sagði Pippen. Þeir Jordan urðu sex sinnum NBA-meistarar með Chicago og voru saman í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992, Draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum