Menntun íslenskra barna í gíslingu Íris Eva Gísladóttir skrifar 12. nóvember 2021 10:00 Fréttir sem heyrst hafa um Menntamálastofnun síðastliðin ár hafa ekki verið stofnuninni til framdráttar. Ástandið þar er grafalvarlegt, enda fer stofnunin alfarið með gerð námsefnis, eftirlit og mat með skólastarfi. Menntun barnanna okkar liggur hreinlega undir. Ógnarstjórnun Nú síðast vegna nýlegrar álytkunar starfsmanna stofnunarinnar um afsögn forstjóra, Arnórs Guðmundssonar. En ríflega 80% starfsmanna greiddu atkvæði með vandtrausti á forstjórann. Augljóst er að mikil krísa er innan stofnunarinnar en helmingur starfsfólks telur sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Þetta fer þvert gegn opinberri stefnu stofnunarinnar, en á heimasíðu hennar kemur fram að Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi sé ekki liðið innan stofnunarinnar og að strax skuli taka á slíkum málum sem koma upp. Augljóst er að forstjóri fer ekki eftir eigin starfsreglum en fyrsta eineltismál kom upp 2015. Sama ár og stofnunin tók til starfa. Hlutverk stofnunarinnar forstjóranum óljós Vandinn er þó miklu dýpri, svo virðist sem að forstjóri stofnunarinnar þekki ekki sitt eigið hlutverk en í viðtali sem birt er að hluta til í Tíufréttum þann 8. september síðastliðin segir forstjóri orðrétt ,,Ríkið er líka svolítið að draga lappirnar. Hefur að mínu mati ekki sinnt sinni skyldu að hlúa að þeim verkefnum sem því ber. Ríkið á að sjá um náms og gæðamat, fylgja því eftir. Það á að sjá grunnskólum fyrir námsgögnum og byggja upp þessa grunn innviði”. Samkvæmt 5. grein laga um Menntamálastofnun (91/2015) er það nákvæmlega þau verkefni sem Menntamálastofnun á að sjá um fyrir hönd ríkisins. Það sama kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar, undir skilgreindu hlutverki hennar. Grafalvarlegt er að sjá að forstjóri stofnunarinnar geri sér ekki grein fyrir hlutverki stofnunarinnar. Einnig kemur fram í sömu frétt að forstjóri telji að það vanti matskerfi sem meti fjölbreyttari hæfni nemenda í samræmdu prófunum. Ástæðan þar liggi hjá úreltu rafrænu kerfi. Ætla mætti að um væri að ræða áratuga gamalt kerfi en svo er ekki. Samræmdu prófin voru þreytt í fyrsta sinn rafræn árið 2016. Því er aðeins fimm ár síðan Menntamálastofnun valdi umrætt prófakerfi sem hefur valdið vandræðum alla tíð síðan. Slíkum vandræðum að leggja þurfti eina íslenska árlega mat sem lagt er fyrir nemendur. Ekki er því hægt að bera lengur saman árangur íslenskra barna í skólakerfinu á milli ára. Stofnunin stendur í veg fyrir eðlilegri þróun námsgagna Menntamálastofnun hefur ekki staðið undir breyttu umhverfi skóla. Íslenskir skólar hafa staðið framarlega í að nútímavæða nám með innleiðingu upplýsingatækni, sem byggst hefur þó að nær öllu leiti á frumkvæði og elju kennara sem hafa þurft að leggjast yfir hvernig kenna megi með slíkum hætti þar sem mikil vöntun er á íslensku efni fyrir kennslu í gegnum upplýsingatækni. Námsefnið sem notast er við í kennslu í gegnum spjaldtölvur og aðrar gerðir kennslu með upplýsingatækni er að miklu leiti ekki á íslensku. Algengast er að námsefnið sé á ensku en einnig á öðrum tungumálum. Íslenskir nemendur þreyta til að mynda stærðfræðiefni á norsku með námsbókunum sem Menntamálastofnun gefur út. Mikið hefur hallað undir fæti hvað varðar gæði íslenskunnar sem börnin okkar tala. Þau tala oft saman frekar á ensku en íslensku. Það gefur börnunum okkur skakka mynd af mikilvægi íslensku. Birtingarmynd þeirra af upplýsingatækni, sem er framtíðin, er sú að íslenska er óþörf og frekar ónytsamleg. Ef við viljum að íslenska haldi velli er nauðsynlegt að ýta undir aukna grósku íslenskrar menntatækni. Menntatækni í örum vexti allstaðar nema hér Menntatækni er einn mest vaxandi markaður á alþjóðavísu. Geirinn er álíka stór og tölvuleikjamarkaðurinn, en sérfræðingar telja að stutt sé þangað til að menntatækni vaxi fram úr tölvuleikjunum. Áætlað er að menntatæknimarkaðurinn muni vaxa um 17% á ársgrundvelli næstu ár. Ekki að það sé að sjá hér á landi. Aðeins örfáir fyrirtæki eru til á þessum markaði hér á landi. Menntamálastofnun stendur hreinlega beint í veg fyrir eðlilegri þróun menntatæknimarkaðar hér á landi þar sem skólarnir fá ekki fjármagnið til sín til að velja hvaða námsgögn þeir vilja nota. Allt fjármagn ríkisins fyrir námsgögn rennur til Menntamálastofnunar. Ólíklegt er að stór alþjóðleg fyrirtæki sjái hag sinn í að framleiða sínar vörur á íslensku, en íslensk fyrirtæki geta selt sínar vörur á alþjóðlegum markaði. Því er mjög mikilvægt er að auka framboð á íslenskri menntatækni hér á landi þar sem að lítið úrval er af menntatækni á íslensku. Björgum íslenska menntakerfinu Við verðum að sjá breytingar á þessu ástandi. Endurskoða þarf alla starfsemi Menntamálastofnunar þar sem stofnunin er hreinlega með menntun barna okkar í gíslingu. Leysum framtíð barna okkar undan þessari ógnarstjórn. Höfundur er stofnandi menntatæknisprotans Evolytes. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Starfsóánægja hjá Menntamálastofnun Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Fréttir sem heyrst hafa um Menntamálastofnun síðastliðin ár hafa ekki verið stofnuninni til framdráttar. Ástandið þar er grafalvarlegt, enda fer stofnunin alfarið með gerð námsefnis, eftirlit og mat með skólastarfi. Menntun barnanna okkar liggur hreinlega undir. Ógnarstjórnun Nú síðast vegna nýlegrar álytkunar starfsmanna stofnunarinnar um afsögn forstjóra, Arnórs Guðmundssonar. En ríflega 80% starfsmanna greiddu atkvæði með vandtrausti á forstjórann. Augljóst er að mikil krísa er innan stofnunarinnar en helmingur starfsfólks telur sig hafa orðið vitni að eða upplifað einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni, eða ofbeldi á vinnustað. Þetta fer þvert gegn opinberri stefnu stofnunarinnar, en á heimasíðu hennar kemur fram að Einelti, kynferðisleg áreitni, kynbundin áreitni eða ofbeldi sé ekki liðið innan stofnunarinnar og að strax skuli taka á slíkum málum sem koma upp. Augljóst er að forstjóri fer ekki eftir eigin starfsreglum en fyrsta eineltismál kom upp 2015. Sama ár og stofnunin tók til starfa. Hlutverk stofnunarinnar forstjóranum óljós Vandinn er þó miklu dýpri, svo virðist sem að forstjóri stofnunarinnar þekki ekki sitt eigið hlutverk en í viðtali sem birt er að hluta til í Tíufréttum þann 8. september síðastliðin segir forstjóri orðrétt ,,Ríkið er líka svolítið að draga lappirnar. Hefur að mínu mati ekki sinnt sinni skyldu að hlúa að þeim verkefnum sem því ber. Ríkið á að sjá um náms og gæðamat, fylgja því eftir. Það á að sjá grunnskólum fyrir námsgögnum og byggja upp þessa grunn innviði”. Samkvæmt 5. grein laga um Menntamálastofnun (91/2015) er það nákvæmlega þau verkefni sem Menntamálastofnun á að sjá um fyrir hönd ríkisins. Það sama kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar, undir skilgreindu hlutverki hennar. Grafalvarlegt er að sjá að forstjóri stofnunarinnar geri sér ekki grein fyrir hlutverki stofnunarinnar. Einnig kemur fram í sömu frétt að forstjóri telji að það vanti matskerfi sem meti fjölbreyttari hæfni nemenda í samræmdu prófunum. Ástæðan þar liggi hjá úreltu rafrænu kerfi. Ætla mætti að um væri að ræða áratuga gamalt kerfi en svo er ekki. Samræmdu prófin voru þreytt í fyrsta sinn rafræn árið 2016. Því er aðeins fimm ár síðan Menntamálastofnun valdi umrætt prófakerfi sem hefur valdið vandræðum alla tíð síðan. Slíkum vandræðum að leggja þurfti eina íslenska árlega mat sem lagt er fyrir nemendur. Ekki er því hægt að bera lengur saman árangur íslenskra barna í skólakerfinu á milli ára. Stofnunin stendur í veg fyrir eðlilegri þróun námsgagna Menntamálastofnun hefur ekki staðið undir breyttu umhverfi skóla. Íslenskir skólar hafa staðið framarlega í að nútímavæða nám með innleiðingu upplýsingatækni, sem byggst hefur þó að nær öllu leiti á frumkvæði og elju kennara sem hafa þurft að leggjast yfir hvernig kenna megi með slíkum hætti þar sem mikil vöntun er á íslensku efni fyrir kennslu í gegnum upplýsingatækni. Námsefnið sem notast er við í kennslu í gegnum spjaldtölvur og aðrar gerðir kennslu með upplýsingatækni er að miklu leiti ekki á íslensku. Algengast er að námsefnið sé á ensku en einnig á öðrum tungumálum. Íslenskir nemendur þreyta til að mynda stærðfræðiefni á norsku með námsbókunum sem Menntamálastofnun gefur út. Mikið hefur hallað undir fæti hvað varðar gæði íslenskunnar sem börnin okkar tala. Þau tala oft saman frekar á ensku en íslensku. Það gefur börnunum okkur skakka mynd af mikilvægi íslensku. Birtingarmynd þeirra af upplýsingatækni, sem er framtíðin, er sú að íslenska er óþörf og frekar ónytsamleg. Ef við viljum að íslenska haldi velli er nauðsynlegt að ýta undir aukna grósku íslenskrar menntatækni. Menntatækni í örum vexti allstaðar nema hér Menntatækni er einn mest vaxandi markaður á alþjóðavísu. Geirinn er álíka stór og tölvuleikjamarkaðurinn, en sérfræðingar telja að stutt sé þangað til að menntatækni vaxi fram úr tölvuleikjunum. Áætlað er að menntatæknimarkaðurinn muni vaxa um 17% á ársgrundvelli næstu ár. Ekki að það sé að sjá hér á landi. Aðeins örfáir fyrirtæki eru til á þessum markaði hér á landi. Menntamálastofnun stendur hreinlega beint í veg fyrir eðlilegri þróun menntatæknimarkaðar hér á landi þar sem skólarnir fá ekki fjármagnið til sín til að velja hvaða námsgögn þeir vilja nota. Allt fjármagn ríkisins fyrir námsgögn rennur til Menntamálastofnunar. Ólíklegt er að stór alþjóðleg fyrirtæki sjái hag sinn í að framleiða sínar vörur á íslensku, en íslensk fyrirtæki geta selt sínar vörur á alþjóðlegum markaði. Því er mjög mikilvægt er að auka framboð á íslenskri menntatækni hér á landi þar sem að lítið úrval er af menntatækni á íslensku. Björgum íslenska menntakerfinu Við verðum að sjá breytingar á þessu ástandi. Endurskoða þarf alla starfsemi Menntamálastofnunar þar sem stofnunin er hreinlega með menntun barna okkar í gíslingu. Leysum framtíð barna okkar undan þessari ógnarstjórn. Höfundur er stofnandi menntatæknisprotans Evolytes.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun