Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig Eiður Þór Árnason skrifar 12. nóvember 2021 09:06 Báðir bankar spá áframhaldandi hækkunum. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig í næstu viku og fari úr 1,5% í 1,75%. Telur deildin nokkrar líkur á 0,5 prósentustiga hækkun en að hin niðurstaðan verið ofan á. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun tilkynna næstu vaxtaákvörðun miðvikudaginn 17. nóvember. Greining Íslandsbanka gerir sömuleiðis ráð fyrir að nefndin hækki vexti um 0,25 prósentustig. Bankinn útilokar heldur ekki að 0,50 prósentustiga skref verði stigið í þessari síðustu vaxtaákvörðun ársins þar sem nokkuð langt sé í næstu vaxtaákvörðun. Afar ólíklegt sé að vextir haldist óbreyttir. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Hún nái síðan hámarki í desember þegar hún fari í 5,2%. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Reikna með frekari hækkunum Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki segja að fastlega megi búast við að vextir Seðlabankans haldi áfram að hækka. „Hversu mikið þeir munu hækka og í hversu stórum skrefum ríkir hins vegar töluverð óvissa um og mun hækkun þeirra ráðast af mati Seðlabankans á verðbólgu og verðbólguhorfum,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá bankans sem gefin var út í október gætu stýrivextir náð 4,25% á þriðja ársfjórðungi 2023. Greining Íslandsbanka telur að stýrivextir verði hækkaðir um 0,25 prósentustig á öllum þremur vaxtaákvörðunardögum fyrri helmings næsta árs. Stýrivextir verði samkvæmt því 2,50% um mitt ár 2022. Þá hægi á taktinum og stýrivextir nái jafnvægi í 3,5% um mitt ár 2023. Vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst í maí síðastliðnum þegar peningastefnunefnd hækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Síðan voru vextir aftur hækkaðir um sömu tölu í ágúst og október. Á þessu tímabili hafa vextir farið úr 0,75%, sem er sögulegt lágmark stýrivaxta hér á landi, upp í 1,5%. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Seðlabankinn Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Sjá meira
Spá mestu verðbólgu í níu ár Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. 11. nóvember 2021 10:55