Vilja að stjórnvöld í Ástralíu horfi á framboðið og stefni á smásölubann Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. nóvember 2021 12:26 HIngað til hafa stjórnvöld einblínt á eftirspurnina, segja sérfræðingarnir. Sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa ráðlagt stjórnvöldum í Ástralíu að hætta að einblína eingöngu á eftirspurnina eftir sígarettum og einbeita sér í auknum mæli að framboðinu. Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá. Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Þannig leggja þeir til að yfirvöld gefi út að ákveðinn dag í framtíðinni verði sala sígaretta bönnuð í matvöruverslunum og hjá öðrum smásöluaðilum. Samkvæmt niðurstöðum sem voru birtar í Medical Journal of Australia í dag eru 52,8 prósent landsmanna fylgjandi því að sala á sígarettum í smásölu verði smám saman bönnuð. Coral Gartner, sérfræðingur í löggjöf og reglugerðum um tóbak við University of Queensland, segir niðurstöður könnunarinnar til marks um að almenningur sé stundum á undan löggjafanum. Þá segir hún í annarri grein sem hún og kollegar hennar fengu birta í MJA að tími sé kominn til að binda enda á þá verndastefnu sem hefur verið viðhöfð hvað varðar tóbak. „Sígarettur mæta ekki nútímaöryggisstöðlum um neytendavörur,“ segir í greininni. „Það er eðlilegt að stjórnvöld taki óöruggar vörur á borð við menguð matvæli, asbest og blýmálningu af markaðnum,“ segir einnig. Tóbak tilheyri þessum flokki og að lög og reglur um umbúðir tókbaksvara hafi sýnt og sannað að yfirvöld hafi heimild til að grípa til aðgerða til að tryggja heilsu íbúa, jafnvel þótt aðgerðirnar komi niður á einkaaðilum og alþjóðlegum viðskiptum. Holland er meðal þeirra ríkja sem hefur farið þá leið að takmarka framboðið á sígarettum en þar verður ólöglegt að selja sígarettur í matvöruverslunum frá 2024. Þá hafa yfirvöld á Nýja-Sjálandi verið að skoða aðgerðir til að draga úr smásölu og jafnvel banna nikótín í sígarettum. Sala á sígarettum hefur verið bönnuð í Beverly Hills og Manhattan Beach í Kaliforníu í Bandaríkjunum frá 1. janúar síðastliðnum. Gartner segir að samtal þurfi að eiga sér stað áður en gripið verður til aðgerða. Þannig megi þær til dæmis ekki fela í sér að reykingar eða sígarettur verði gerðar ólöglegar. Guardian greindi frá.
Ástralía Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32 Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06 Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Leggur til að „Reykingar drepa“ verði prentað á hverja einustu sígarettu Þingmenn í báðum deildum breska þingsins hafa lagt fram tillögur um að sígarettuframleiðendur verði skikkaðir til að prenta „Reykingar drepa“ eða „Reykingar valda krabbameini“ á hverja einustu sígarettu. 20. október 2021 07:32
Framleiðandi Marlboro býður yfir milljarð punda í úðalyfjafyrirtæki Tóbaksrisinn Philip Morris hefur hækkað tilboð sitt í lyfjafyrirtækið Vecture eftir að keppinauturinn, Carlyle-fjárfestingasjóðurinn, bauð 958 milljónir punda. Boð Philip Morris hljóðar upp 1,65 pund á hlut, eða yfir einn milljarð punda. 9. ágúst 2021 11:06
Rafrettuframleiðandi borgar sig frá málsókn Bandaríski rafrettuframleiðandinn Juul hefur fallist á að greiða 40 milljónir dollara í dómsátt vegna málsóknar yfirvalda í Norður-Karólínu sem saka fyrirtækið um að stuðla að nikótínfíkn ungmenna. Fleiri slík mál eru í farvatninu. 29. júní 2021 15:48