Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. nóvember 2021 22:01 Rannveig Þórisdóttir er sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. vísir/arnar Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig. Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Nýju meðalhraðamyndavélarnar eru komnar upp á bæði Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum og verður brátt komið upp víðar. Margir hafa spurt sig hvernig lögregla ætli eiginlega að sekta fyrir of háan meðalhraða því hingað til hefur auðvitað allt sektakerfið miðast við hámarkshraða eins og þær gömlu mæla. Og við spyrjum því: Þarf að umbylta öllu sektarkerfinu á Íslandi vegna þessarar nýju tækni? „Þetta virkar þannig að það eru tvær myndavélar, önnur mælir þá upphafstíman og svo hin lokatímann og þannir er bara meðalhraðinn reiknaður. Og ef um er að ræða svæði þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund og meðalhraði ökutækis er 100 kílómetrar þá reiknast sektin bara eins og viðkomandi hefði verið mældur á 100 kílómetra hraða," segir Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ríkislögreglustjóra. Hægt að keyra á 150 en fá sekt fyrir 110 Já, flóknara var það þá ekki! En þetta gæti skapað nokkuð furðulega stöðu. Segjum sem svo að ég sé á leið til Grindavíkur í rólegheitum að heimsækja frænku mína. Ég fer fram hjá fyrstu myndavélini á löglegum hraða og held honum út nánast allan vegakaflann en rétt áður en ég kem inn í bæinn kemur yfir mig æði og ég gef í botn og tek restina af kaflanum á 150 kílómetra hraða. Þá mælist ég samt kannski bara á meðalhraða 110 kílómetra á klukkustund og fæ 50 þúsund króna sekt í stað 210 þúsund króna sektina og sviptingu ökuréttinda í mánuð sem ég ætti þó réttilega skilið fyrir að fara upp í 150. „Jú, það er í rauninni bara þannig. Þessar vélar eru ekki að gera bæði. Þær eru bara að mæla meðalhraðann frá A til B. Og í rauninni ef þú ætlar að keyra þá á 120 kíkómetra hraða á 90 kílómetra svæði þá þyrftirðu í rauninni að keyra á 70 kílómetra hraða minnst helminginn af leiðinni til að jafna þetta út," segir Rannveig. Þetta er þó ákjósanlegra og nær að dekka mun stærra svæði heldur en þegar ein stök hraðamyndavél tekur mynd af bíl sem keyrir fram hjá. Eins og Rannveig bendir réttilega á gæti sá bíll að sama skapi gefið í botn þegar hann er kominn fram hjá myndavélinni og sloppið við sekt, alfarið. Langt undirbúningsferli skilar sér á morgun Ferlið við undirbúning verkefnisins var langt en um þrjú ár eru síðan Vegagerðin festi kaup á myndavélunum. „Það þurfti að prófa að keyra þetta í gegn um sektarkerfið hjá okkur svo þetta kæmi allt rétt út og það virðist allt vera að ganga. Þannig að það verður bara gangsett á morgun á hádegi. Þannig ef að ég keyri of hratt á Grindavíkurvegi á morgun þá gæti ég átt von á sekt? „Þú átt ekki bara von á sekt. Þú munt fá sekt," segir Rannveig.
Umferð Umferðaröryggi Fjarðabyggð Grindavík Lögreglumál Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira