Íslenskan er hafsjór Gréta María Grétarsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:00 Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Tungumálið er eitt helsta persónueinkenni hverrar manneskju. Tengsl tungumálsins og hugsunar mannsins eru mikil og geta jafnvel talist órjúfanleg heild. Íslenskan er auðvitað ein helsta prýði íslenskrar menningar og höfuðatriði í þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð. Hún er einangrað mál sem hlutfallslega fáir tala og orðaforðinn ber þess ýmis merki að vegferðin hefur stundum verið önnur en nágranna í suðri. Hann telur vissulega færri orð en mörg útbreiddari tungumál en er fær um að teikna upp stórbrotnar myndir í hugum fólks á augabragði. Orð og orðtök segja söguna af því hvaðan við komum og því sem við höfum fengist við í gegn um aldirnar. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að mörg orðtök í íslenskunni eiga rætur sínar að rekja til sjósóknar og hafsins, sem hefur verið uppspretta lífsviðurværis, ógnað öryggi okkar, einangrað okkur, en gert okkur kleift að sigla á fjarlægar slóðir að leita ævintýra. Ef tungumálið glatar dýpt sinni gerir það okkur erfiðara að tjá okkur. Hér búa sömuleiðis í dag tugþúsundir nýrra Íslendinga. Fyrir þeim er íslenskan framandi fyrirbæri, áskorun sem hver og einn tekst á við eftir bestu getu. En við eigum auðvitað að aðstoða fólk, gera tungumálið aðgengilegra og hjálpa fólki að kynnast því og sérkennum þess. Eftir því sem skilningur okkar á tungumálinu er betri, þess betur gengur okkur að tala saman. Orðtök þjóna þess vegna mikilvægu hlutverki, að útskýra eða setja í samhengi tilfinningar eða atburði í fáum orðum, þannig að margir skilji. Vegna þess hve samfélagið breytist hratt hættir okkur samt til að gleyma inntaki eða uppruna orðanna sem við notum og þannig týnast þau stundum eða fá óljósari merkingu. Ef við höfum sæmilega tilfinningu fyrir málinu þá rennum við ekki blint í sjóinn þegar við eigum í samskiptum. Ef við til dæmis viljum fara á fjörurnar við einhvern þurfum við að kunna að leggja út netin og vona að viðkomandi bíti á agnið, þeir fiska nefnilega sem róa. Ef svo eitthvað óvænt kemur upp úr kafinu er fátt annað að gera en að reyna að haga seglum eftir vindi, eða í versta falli láta viðkomandi sigla sinn sjó. Það rekur nefnilega margt á fjörur okkar í lífsins ólgusjó, sumt gott en annað slæmt og ein báran er sjaldnast stök. Þá þýðir ekki að leggja árar í bát, við sem höfum marga fjöruna sopið vitum að öldurnar lægir alltaf um síðir. Brim stendur þessa dagana fyrir átaki sem miðar að því að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim. Það er við hæfi að hrinda átakinu af stað á degi íslenskrar tungu. Vonandi hefur fólk gaman af en líka gagn. Íslenskan er nefnilega hafsjór. Góð þekking á henni eykur gagnkvæman skilning okkar og hjálpar okkur að eiga í samskiptum. Við þurfum að gæta vel að henni, svo við höfnum ekki á endanum sem fiskar á þurru landi. Höfundur er framkvæmdastjóri nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla hjá Brim.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun