Hlúum að börnum eftir áföll Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 16. nóvember 2021 18:00 Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun