Gleði í leikskólanum Magnea Arnar skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Leikskólinn er griðarstaður fyrir yngstu börnin okkar. Á sama tíma og börnin sleppa foreldrum sínum jafnvel í fyrsta sinn eru þau að hefja skólagöngu í sínum fyrsta skóla. Þau læra allan daginn endalaust því leikurinn er leið barnanna til þess að læra. Læra að skiptast á, læra að byggja, læra hljóð, læra hvernig lím virkar, læra hvernig best er að klæða sig fyrir útiveru, læra að hoppa. Börnin æfa hugrekki, sjálfstæði og samkennd. Þau byggja upp sterka sjálfsmynd með því að finna áhugasvið sitt og hvaða skoðanir þau hafa. Að læra að eiga í samskiptum og eignast sína fyrstu vini eru stór stökk í félagsþroska barnanna. Börnin læra að treysta kennurunum fyrir löngunum sínum, vangaveltum og áhyggjum. Ég vinn í leikskóla því það er alltaf skemmtilegt í leikskólanum, við vinnum náið saman kennararnir á deildum og það er alltaf í nægu að snúast. Á hverjum degi eru nýjar áskoranir lagðar fyrir okkur, bæði börn og kennara. Stundum fer stór hluti dagsins í að aðstoða skapandi börn í að framkvæma hluti eins og bílabúning úr pappakassa eða standandi hund úr skyrdollum. Aðra daga erum við í flóknum foreldrasamskiptum, teymisfundum og skipulagsvinnu. Flesta dagar eru þó hlátursköst yfir bröndurum fimm ára barna eða stórskemmtilegar samverur. Tíminn okkar fer í að lesa, lita og spjalla, skapa eða jafnvel að útskýra af hverju stundum eru ský og stundum ekki. Leikskólinn gefur innsýn í fjölbreytileika samfélagsins okkar þar sem allir eiga rétt á sinni tilvist og að fá að líða vel í skólasamfélaginu. Í leikskólanum okkar fá börnin að sitja í matstofu í matartímum dagsins. Þau sitja við lítil eða stór borð, sitja ein eða með félögum. Velja sér þann mat sem þau vilja af litríku hlaðborði. En þó að börnin séu alltaf dugleg að smakka nýtt þýðir það ekki að öllum þyki allt gott, og það er bara í góðu lagi. Sumir vilja vera meira úti en aðrir enda erum við öll svo ólík. Við fáum að vinna með styrkleikana okkar og hella okkur í það sem við höfum bæði áhuga á og erum góð í. Leikskólakennarar eru mikilvægir og ég vona að fleiri sjái tækifærin sem felast í því að starfa í leikskóla. Skrifar kona sem kom heim með fulla vasa af sandi eftir enn einn frábæra leikskóladaginn í dag. Höfundur er þroskaþjálfi og leikskólakennaranemi í leikskólanum Rauðhól í Reykjavík.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun