Hamur rann á Curry í 4. leikhluta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 08:01 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors hafa verið óstöðvandi í upphafi tímabils. getty/Jason Miller Stephen Curry skoraði fjörutíu stig, þar af tuttugu í 4. leikhluta, þegar Golden State Warriors sigraði Cleveland Cavaliers, 89-104, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Golden State var þrettán stigum undir, 81-68, eftir fyrstu þrjá leikhlutana. Í 4. leikhluta rann hins vegar hamur á Stríðsmennina og þá sérstaklega Curry. Hann skoraði tuttugu stig í 4. leikhlutanum sem Golden State vann, 36-8, og leikinn með fimmtán stigum, 89-104. Curry hitti úr fimmtán af 27 skotum sínum, þar af níu af sextán þriggja stiga skotum. Hann er stigahæstur í deildinni með 29,5 stig að meðaltali í leik. Golden State er á toppi Vesturdeildarinnar með þrettán sigra og tvö töp. Steph CATCHES FIRE in the 4th quarter. 20 points (40 in the game) 4 threes (9 in the game) 36-8 @warriors closing run pic.twitter.com/wA6roNXwQr— NBA (@NBA) November 19, 2021 Miami Heat vann fjórða leikinn í röð þegar liðið bar sigurorð af Washington Wizards, 112-97. Jimmy Butler skoraði 32 stig fyrir Miami og Bam Adebayo tuttugu. Miami er á toppi Austurdeildarinnar. @JimmyButler leads the @MiamiHEAT to 4 in a row and to 1st place in the Eastern Conference!32 points11-19 shooting4 steals pic.twitter.com/1pfAp1tkej— NBA (@NBA) November 19, 2021 Bradley Beal skoraði þrjátíu stig fyrir Washington sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Sjö leikmenn Utah Jazz skoruðu tíu stig eða meira þegar liðið vann Toronto Raptors, 119-103, á heimavelli. Rudy Gay og Donovan Mitchell voru stigahæstir í jöfnu liði Utah með tuttugu stig hvor. Sá fyrrnefndi lék sinn fyrsta leik fyrir Utah í nótt. What a @utahjazz debut from @RudyGay!20 points7-8 shooting5-6 from deepHome W pic.twitter.com/5uDy8YhCMt— NBA (@NBA) November 19, 2021 Gary Trent skoraði 31 stig og Fred VanVleet 24 fyrir Toronto sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Úrslitin í nótt Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Cleveland 89-104 Golden State Miami 112-97 Washington Utah 119-103 Toronto Memphis 120-108 LA Clippers Minnesota 115-90 San Antonio Denver 89-103 Philadelphia
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Fleiri fréttir Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum