Pippen segir að Jordan hafi eyðilagt körfuboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 10:02 Eitthvað hefur slest upp á vinskapinn hjá Scottie Pippen og Michael Jordan. getty/Barry Brecheisen Scottie Pippen virðist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við sinn gamla samherja, Michael Jordan, og sendir honum tóninn í nýútkominni ævisögu sinni, Unguarded. Í bókinni gengur Pippen meira að segja svo langt að segja að maðurinn sem flestir telja besta körfuboltamann allra tíma hafi eyðilagt íþróttina. „Ég geng svo langt að segja að Mike eyðilagði körfubolta. Á 9. áratugnum vildu allir hreyfa boltanum og gefa hann til að hjálpa liðinu. Það hætti á 10. áratugnum. Krakkar vildu vera eins og Jordan,“ segir Pippen í bókinni. „Mike vildi ekki gefa boltann, vildi ekki frákasta eða dekka besta leikmann andstæðinganna. Hann vildi að allt yrði gert fyrir hann.“ Pippen telur að LeBron James sé betri leikmaður en Jordan var. „Þess vegna hef ég alltaf haldið því fram að LeBron sé besti leikmaður í sögu íþróttarinnar. Hann gerir allt og kjarnar það sem leikurinn snýst um.“ Pippen er meðal annars ósáttur við þá mynd sem dregin var upp af honum og öðrum leikmönnum Chicago Bulls í heimildaþáttunum The Last Dance. Hann sagðist hafa verið lítið annað en leikmunur í þeim og Jordan hefði ekki getað sýnt honu meira yfirlæti. Þá var Pippen ósáttur við að hafa ekki fengið krónu fyrir sína aðkomu að The Last Dance á meðan Jordan fékk fúlgur fjár. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira
Í bókinni gengur Pippen meira að segja svo langt að segja að maðurinn sem flestir telja besta körfuboltamann allra tíma hafi eyðilagt íþróttina. „Ég geng svo langt að segja að Mike eyðilagði körfubolta. Á 9. áratugnum vildu allir hreyfa boltanum og gefa hann til að hjálpa liðinu. Það hætti á 10. áratugnum. Krakkar vildu vera eins og Jordan,“ segir Pippen í bókinni. „Mike vildi ekki gefa boltann, vildi ekki frákasta eða dekka besta leikmann andstæðinganna. Hann vildi að allt yrði gert fyrir hann.“ Pippen telur að LeBron James sé betri leikmaður en Jordan var. „Þess vegna hef ég alltaf haldið því fram að LeBron sé besti leikmaður í sögu íþróttarinnar. Hann gerir allt og kjarnar það sem leikurinn snýst um.“ Pippen er meðal annars ósáttur við þá mynd sem dregin var upp af honum og öðrum leikmönnum Chicago Bulls í heimildaþáttunum The Last Dance. Hann sagðist hafa verið lítið annað en leikmunur í þeim og Jordan hefði ekki getað sýnt honu meira yfirlæti. Þá var Pippen ósáttur við að hafa ekki fengið krónu fyrir sína aðkomu að The Last Dance á meðan Jordan fékk fúlgur fjár. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Leik lokið: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Sjá meira