Deila Atla Rafns og Persónuverndar komin á byrjunarreit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2021 14:31 Atli Rafn með lögmanni sínum Einari Þór Sverrissyni í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Landsréttur vísaði í dag frá máli Atla Rafns Sigurðarsonar gegn Persónuvernd. Málskostnaður fyrir báðum dómstigum fellur niður. Atli Rafn hafði áður haft betur í baráttu sinni við Persónuvernd fyrir héraðsdómi en Persónuvernd áfrýjaði dómnum. Atla Rafni var sem kunnugt er sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu og höfðaði mál á hendur Leikfélagi Reykjavíkur. Eftir tveggja ára baráttu fyrir dómi fékk Atli Rafn dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Landsréttur taldi að Atli Rafn hefði þurft að stefna ekki aðeins Persónuvernd heldur einnig Leikfélagi Reykjavíkur. Krafðist aðgangs að upplýsingum í vinnuskjali Atli Rafn var ósáttur við að fá ekki að vita hvað hann væri sakaður um, sem leiddi til uppsagnar. Kvartaði hann til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gegn honum. Þær var að finna í vinnuskjali Kristínar Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hluteigandi einstaklingar yrðu ekki látnir sæta því að trúnaður sem leikhússtjóri hafði heitið þeim þyrfti að víkja vegna hagsmuna Atla Rafns. Því hefði Kristínu ekki verið skylt að veita honum upplýsingarnar. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað lögmanns Atla Atli Rafn stefndi Persónuvernd vegna þessa og féll dómur í héraði í júní 2020. Úrskurður Persónuverndar var felldur úr gildi og stofnunin dæmd til að greiða Atla Rafni 950 þúsund krónur í málskostnað. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að vísa málinu frá héraðsdómi. Bendir það til þess að Landsrétti hafi fundist eitthvað athugavert við stefnuna í málinu. Uppfært klukkan 15:52 Í dómi Landsréttar, sem birtur var á vef réttarins klukkan 15:30, var rakið að ekki færi á milli mála að úrskurður sá sem Atli Rafn krefðist að felldur yrði úr gildi lyti að skyldum Leikfélags Reykjavíkur gagnvart Atla Rafni á grundvelli persónuverndarlaga. Leikfélag Reykjavíkur hefði án nokkurs vafa átt aðild að málinu hjá Persónuvernd. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði því ítrekað verið slegið föstu að þegar krafist væri ógildingar á úrlausn stjórnvalds yrðu þeir sem voru aðilar að stjórnsýslumálinu að eiga aðild að málinu fyrir dómi enda ættu þeir einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Krafa um ógildingu úrskurðar Persónuverndar hafi einkum verið rökstudd af hálfu Atla Rafns með því að niðurstaða hans fengi ekki staðist efnislega og Leikfélag Reykjavíkur bæri ríkari skyldur gagnvart Atla Rafni samkvæmt lögum um persónuvernd. Leikfélagið ætti einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þeirrar kröfu. Í því ljósi og þar sem málið var ekki höfðað gegn Leikfélagi Reykjavíkur komst Landsréttur ekki hjá því að vísa málinu frá héraðsdómi án kröfu. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Persónuvernd Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52 Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Atla Rafni var sem kunnugt er sagt upp störfum í Borgarleikhúsinu og höfðaði mál á hendur Leikfélagi Reykjavíkur. Eftir tveggja ára baráttu fyrir dómi fékk Atli Rafn dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna uppsagnarinnar. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Landsréttur taldi að Atli Rafn hefði þurft að stefna ekki aðeins Persónuvernd heldur einnig Leikfélagi Reykjavíkur. Krafðist aðgangs að upplýsingum í vinnuskjali Atli Rafn var ósáttur við að fá ekki að vita hvað hann væri sakaður um, sem leiddi til uppsagnar. Kvartaði hann til Persónuverndar vegna synjunar Borgarleikhússins á beiðni hans um upplýsingar um efni og uppruna kvartana gegn honum. Þær var að finna í vinnuskjali Kristínar Eysteinsdóttur, þáverandi leikhússtjóra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að hluteigandi einstaklingar yrðu ekki látnir sæta því að trúnaður sem leikhússtjóri hafði heitið þeim þyrfti að víkja vegna hagsmuna Atla Rafns. Því hefði Kristínu ekki verið skylt að veita honum upplýsingarnar. Héraðsdómur féllst á málatilbúnað lögmanns Atla Atli Rafn stefndi Persónuvernd vegna þessa og féll dómur í héraði í júní 2020. Úrskurður Persónuverndar var felldur úr gildi og stofnunin dæmd til að greiða Atla Rafni 950 þúsund krónur í málskostnað. Landsréttur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í dag að vísa málinu frá héraðsdómi. Bendir það til þess að Landsrétti hafi fundist eitthvað athugavert við stefnuna í málinu. Uppfært klukkan 15:52 Í dómi Landsréttar, sem birtur var á vef réttarins klukkan 15:30, var rakið að ekki færi á milli mála að úrskurður sá sem Atli Rafn krefðist að felldur yrði úr gildi lyti að skyldum Leikfélags Reykjavíkur gagnvart Atla Rafni á grundvelli persónuverndarlaga. Leikfélag Reykjavíkur hefði án nokkurs vafa átt aðild að málinu hjá Persónuvernd. Í dómaframkvæmd Hæstaréttar hefði því ítrekað verið slegið föstu að þegar krafist væri ógildingar á úrlausn stjórnvalds yrðu þeir sem voru aðilar að stjórnsýslumálinu að eiga aðild að málinu fyrir dómi enda ættu þeir einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta. Krafa um ógildingu úrskurðar Persónuverndar hafi einkum verið rökstudd af hálfu Atla Rafns með því að niðurstaða hans fengi ekki staðist efnislega og Leikfélag Reykjavíkur bæri ríkari skyldur gagnvart Atla Rafni samkvæmt lögum um persónuvernd. Leikfélagið ætti einstaklegra, beinna, verulegra og lögvarinna hagsmuna að gæta af úrlausn þeirrar kröfu. Í því ljósi og þar sem málið var ekki höfðað gegn Leikfélagi Reykjavíkur komst Landsréttur ekki hjá því að vísa málinu frá héraðsdómi án kröfu.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Persónuvernd Leikhús Tengdar fréttir Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13 Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52 Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. 23. september 2021 15:13
Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. 11. mars 2021 16:52
Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05
Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53