Opið bréf til rektors Háskóla Íslands Hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ skrifar 19. nóvember 2021 19:01 Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Ágæti rektor Háskóla Íslands og aðrir sem málið kann að varða. „Betri háskóli – betra samfélag“ birtist öllum þeim sem opna heimasíðu Háskóla Íslands en eru þetta orð sem eiga að standa fyrir stefnu skólans 2021-2026. Ef lesið er til um framtíðarsýn HÍ26 segir: Skólinn skapar opið og fjölbreytt umhverfi náms og rannsókna, hann er í sterku sambandi við meginstoðir samfélagsins og í víðtæku samstarfi við háskóla og þekkingarsetur um allan heim. Með því að tryggja óskorað traust byggt á gæðum, jafnrétti og sjálfbærni á öllum sviðum getur Háskólinn rækt forystuhlutverk sitt í þekkingarsköpun fyrir samfélagið. Og ef litið er til þess segir í leiðarljósi HÍ26, hvað varðar traust segir: Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans sem laðar að starfsfólk og nemendur með fjölbreyttan bakgrunn. Í bréfi sem barst til nemenda og starfsfólks skólans í dag, 19. nóvember 2021, tilkynnti rektor skólans að staðpróf munu eiga sér stað í flestum áföngum skólans þessa önnina. Aðeins eru örfáir áfangar sem munu bjóða upp á heimapróf, nánar tiltekið 86 áfangar. Það eru 16% allra áfanga í grunnnámi HÍ þessa önnina. Ef við höldum áfram að rýna aðeins í tölfræði þá eru 192 einstaklingar sem greindust með Covid-19 á síðasta sólarhring. 10% þeirra sem eru í einangrun núna greindust á síðasta sólarhring. Einnig varð Ísland í fyrsta skipti í gær, frá upphafi faraldursins, dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Sem þýðir í raun að hættustigið er meira núna heldur en það var fyrir akkúrat ári síðan. Hvernig stendur þá á því að við séum aftur dottin í þann pakka að lokaúrræði okkar nemenda sé að fara með málið í fjölmiðla til vonar um að þurfa ekki að mæta í staðpróf meðan ástandið er svona. Hvernig eigum við að sýna traust til yfirvalda skólans, þar sem leiðarljósið er að vera ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans, ef þau eru ekki ábyrgð og meðvituð sjálf? Hvernig ætlum við að láta framtíðarsýn HÍ26 rætast ef ekki er farið eftir gildum skólans? Við nemendur erum bæði sár og reið en fyrst og fremst vonsvikin. Við hvetjum rektor og stjórnendur eindregið til þess að endurskoða ákvörðun sína um staðpróf. Árið er 2021 og að Háskóli Íslands, ríkisháskólinn okkar, vilji ekki leyfa nemendum að nýta þá tækni sem er í boði og taka prófin heima er sorglegt. Það er kominn tími til þess að HÍ sameinist okkur hinum sem erum komin í 21. öldina. Til hvers að auka streitu og kvíða nemenda? Af hverju ekki að leyfa okkur að vera á okkar griðarstað að taka prófin? Það hefur sýnt sig að nemendum líður miklu betur að hafa val um að taka próf í því umhverfi sem þeim líður best í. Höldum því áfram. Tökum ábyrgð. Gerum Háskóla Íslands að þeim skóla sem hann óskar eftir að vera. Gerum hann að betri háskóla. Virðingafyllst – hópur nemenda á öðru ári í félagsfræði HÍ. Dagbjört Lena Sigurðardóttir Thelma Rún Birgisdóttir Þórkatla Björg Ómarsdóttir Anna Lilja Atladóttir Arnar Gíslason Björk Davíðsdóttir Gréta Jónsdóttir Margrét Anna Guðjónsdóttir Katha Aþena Guðný Þorsteinsdóttir Sumarliði Kristmundsson Sólrún Sif Sigurðardóttir Trausti Breiðfjörð Magnússon Elínora Guðlaug Einarsdóttir Erla Dögg Birgisdóttir Ance Brunovska Elísa Dögg Símonardóttir Sunna Sigmarsdóttir Birta Hlín Sigmarsdóttir Valgeir Gauti Sigurlínusarson Þórdís Ingvarsdóttir Berghildur Björk Reynisdóttir Sandra Ósk Viktorsdóttir Birna Filippía Steinarsdóttir Ágúst Páll Sunnuson Guðni Kristinn Bergsson Linda Ösp Dewage Bergþóra Harpa Stefánsdóttir Þorri Hrafn Róbertsson Kristín Ingadóttir
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun