Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun