Snýst pólitík um uppbyggingu eða niðurrif? Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 20. nóvember 2021 08:01 Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Stjórnsýsla Borgarstjórn Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræðuna á borgarvettvangi þetta kjörtímabil og sérstaklega síðustu viku. Þetta hefur verið mitt fyrsta kjörtímabil sem fulltrúi Viðreisnar. Hingað kom ég úr viðskiptum og hagsmunapólitík fyrir Félag kvenna í Atvinnulífinu og því mjög vön því að takast á um hugmyndir og stefnu, leiða verkefni til lykta og og finna til þess bestu leiðina í gegnum krókaleiðir mismunandi hagsmuna og skoðana. Þegar ég skipti um vettvang og kom hingað í stjórnmálin uppgötvaði ég fljótt, það sem ég vissi fyrir, að stjórnmál eru stórskemmtileg. Að skiptast á skoðunum, rökræða og hafa áhrif á það hvernig samfélagið okkar þróast og breytist. Við borgarfulltrúarnir höfum mismunandi sýn á þróun Reykjavíkur. Það er eðlilegt, enda erum við kjörin til að veita mismunandi áherslum brautargöngu. Ef við værum öll sammála væri lítill tilgangur fyrir stjórnmál. Þá gæti embættisfólkið bara séð um reksturinn. Tökumst á um forgangsröðun og framtíðarsýn Innan stjórnmálanna eigum við að takast á, með augun á boltanum og afla okkar skoðunum fylgis um kosti okkar framtíðarsýnar og ókosti annarra leiða. Við þurfum að færa rök fyrir því af hverju við viljum forgangsraða takmörkuðu fjármagni í ákveðin verkefni frekar en ekki önnur. Þessi meirihluti sem nú situr hefur útskýrt af hverju hann vill forgangsraða auknu fjármagni í skóla og leikskóla, umhverfismál og stafræna þróun, því þar teljum við mikilvægast að bæta þjónustuna og umhverfi borgarinnar. Þeir sem ekki eru sammála þessari forgangsröðun færa svo rök fyrir sinni skoðun og af hverju betra sé að forgangsraða fjármagninu í önnur verkefni. Þetta er eðlileg pólitík og skemmtileg. … en ekki starfsfólk sem framfylgir stefnu Á þessu kjörtímabili hefur gagnrýni sumra borgarfulltrúa ansi oft færst frá okkur í meirihlutanum og að embættisfólki borgarinnar og öðru starfsfólki sem er í góðri trú að framfylgja okkar stefnu. Stundum hefur gagnrýnin verið persónugerð í einstaka embættismanni. Í önnur skipti hefur gagnrýnin beinst að sviðum eða deildum, þar sem starfsfólki eru gerð upp annarleg sjónarmið fyrir það eitt að vinna vinnuna sína. Bara á síðasta borgarstjórnarfundi var talað um “fyllerí” starfsmanna, hæðst að breytingarstjórnun, undirbúningi stórra verkefna og hugmyndavinnu til að breyta í grundvallaratriðum hvernig verkefni eru unnin til að einfalda ferla og starfsmenn voru sakaðir um að blekkja borgarfulltrúa. Þetta hefur verið endurtekið þema gagnvart þessum starfsmönnum nú um nokkurt skeið, fyrir það að framfylgja stefnu meirihlutans í borgarstjórn. Ef borgarfulltrúar eða aðrir eru ósátt við þá stefnu sem meirihlutinn í borgarstjórn hefur sett og þá forgangsröðun fjármagns sem ákveðin hefur verið, er rétt að beina þeirri gagnrýni að okkur sem skipum þennan meirihluta, á málefnalegan hátt. Við höfum breitt bak og skýra framtíðarsýn um bætta þjónustu fyrir borgarbúa, betri stjórnsýslu og grænni framtíð. Okkur er ekki vandi á höndum að færa rök fyrir okkar forgangsröðun. Förum í boltann, ekki manninn Við þurfum að íhuga hvort við viljum stjórnmál sem eru uppbyggileg og þar sem kjörnir fulltrúar takast á til að leita bestu lausna fyrir borgarbúa. Eða hvort við viljum pólitík sem byggist á því að rífa niður störf þeirra sem eru að framfylgja stefnumörkun stjórnmálanna. Í upphafi stjórnmálaþátttöku fyrir hönd Viðreisnar í Reykjavík, þá einsetti ég mér að bera virðingu fyrir skoðunum kollega minna. Að í umræðum skyldi ég fara í boltann en ekki manninn. Að vera jákvæð og leggja áherslu á kosti þeirra hugsjóna sem ég brenn fyrir. Þetta er grunnurinn að orðfæri Viðreisnar sem er ein af ástæðum þess að ég sá strax að í Viðreisn ætti ég og mínar hugsjónir heima. Ef við sameinumst um þessar áherslur trúi ég að við getum byggt upp mun heilbrigðari stjórnmálaumræðu, í borgarstjórn, í öðrum sveitarstjórnum og á þingi. Höfundur er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun