Áhorfandi í lúxussæti ældi á völlinn og olli langri töf á NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 12:30 Lyktin var ekki geðsleg og það tók langan tíma að þrífa upp eftir áhorfandann. Skjámynd/Youtube Þetta eru bestu sætin í íþróttunum og kosta líka sitt. Það er hins vegar algjört lykilatriði að fólk þekki sín takmörk eins og kom vel í ljós í NBA-deildinni í körfubolta um helgina. Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum