Áhorfandi í lúxussæti ældi á völlinn og olli langri töf á NBA leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 12:30 Lyktin var ekki geðsleg og það tók langan tíma að þrífa upp eftir áhorfandann. Skjámynd/Youtube Þetta eru bestu sætin í íþróttunum og kosta líka sitt. Það er hins vegar algjört lykilatriði að fólk þekki sín takmörk eins og kom vel í ljós í NBA-deildinni í körfubolta um helgina. Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a> NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira
Löng töf var á leik Sacramento Kings og Utah Jazz í NBA-deildinni eftir að mikið hreinsunarstarf þurfti að fara í gang þegar menn komust að því á óskemmtilegan hátt að einn stuðningsmaður Sacramento Kings liðsins hafði fengið sér aðeins of mikið. Leikmenn, þjálfarar og áhorfendur hafa líklega aldrei séð annað eins og þetta var ekkert sérlega geðslegt fyrir leikmenn Utah Jazz enda umræddur áhorfandi við hliðina á varamannabekknum þeirra. A Sacramento Kings fan sitting courtside by the Utah Jazz bench puked and caused a 25 minute delay pic.twitter.com/n8AI0Cyx0h— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) November 21, 2021 Umræddur áhorfandi ældi á völlinn en það mátti allt í einu sjá leikmenn og starfsmenn Utah Jazz yfirgefa bekkinn sinn efir að gusan kom frá áhorfandanum. Á endanum þurfti að gera fimmtán mínútna hlé á leiknum á meðan starfsmenn hreinsuðu völlinn. „Þetta var eitthvað,“ sagði Quin Snyder, þjálfari Utah Jazz við staðarfjölmiðilinn KSL News í Salt Lake City. Þar kom einnig að áhorfandinn hafði verið að hreyta í þjálfarann allan leikinn. „Hann var að hrauna yfir mig allan leikinn eða alla vega fyrstu þrjá leikhlutana,“ sagði Snyder í gríni enda þurfti áhorfandinn að yfirgefa salinn eftir æluna. Jazz var fjórtán stigum yfir þegar þetta gerðist í upphafi fjórða leikhlutans. „Ég ætla ekki að reyna að ljúga. Ég einbeitti mér bara að því að forða mér frá bununni,“ sagði Donovan Mitchell, stjörnuleikmaður Utah Jazz. „Lífið er fullt af óvæntum atvikum. Ég vona að hann sé í lagi. Ég náði augnsambandi við hann og hann var brosandi. Hann var að brosa og æla á sama tíma,“ sagði franski miðherjinn Rudy Gobert. Starfsmenn hallarinnar fjarlægðu áhorfandann úr salnum og birtu síðan yfirlýsingu á skjánum um að allir of fullir áhorfendur yrðu reknir út húsi. Það má sjá myndir af þessu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iCZJeSQq4N0">watch on YouTube</a>
NBA Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn KR - Afturelding | Allt undir í Vesturbæ Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland | Starf Amorims undir? Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn ÍBV - ÍA | Heldur sigurganga Skagamanna áfram? Íslenski boltinn Arsenal - West Ham | Lundúnaslagur á Emirates Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fleiri fréttir Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Sjá meira