Lætin í Detroit gætu verið vendipunktur tímabilsins fyrir Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 LeBron James var hent út úr húsi í Detroit. Nic Antaya/Getty Images Los Angeles Lakers hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils í NBA-deildinni í körfubolta. Mikil læti áttu sér stað í leik Lakers og Detroit Pistons, Lebron James var hent út úr húsi en Lakers kom til baka og vann slakt lið Detroit. Voru lætin það sem þurfti til að vekja Lakers? Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira