Afskipti barnaverndar af atferli þeirra sem starfa með börnum Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:02 Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Katrín Helga Hallgrímsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar