Sneri aftur með látum úr sínu fyrsta banni Sindri Sverrisson skrifar 25. nóvember 2021 07:30 LeBron James og Malcolm Brogdon lögðu sig alla fram í nótt. AP/Darron Cummings LeBron James skoraði 39 stig þegar hann sneri aftur til leiks með LA Lakers í nótt, eftir sitt fyrsta leikbann á ferlinum. Liðið fagnaði 124-116 sigri á Indiana Pacers í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta. Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Lakers voru án Anthony Davis sem spilað hafði veikur í tapinu gegn New York Knicks kvöldið áður. Það kom á endanum ekki að sök þó að Lakers hafi ekki spilað vel í nótt. Staðan í lok venjulegs leiktíma var 112-112, eftir að Chris Duarte jafnaði metin með þriggja stiga skoti þegar 6,5 sekúndur voru eftir. Lokatilraun James geigaði og því varð að framlengja en þar stóð vörn Lakers vaktina vel og liðið vann að lokum átta stiga sigur, þar sem þristar James gerðu út um leikinn. Season-high 39 points.@KingJames breaks out The Silencer late in the @Lakers OT win! pic.twitter.com/wvscK1VY6n— NBA (@NBA) November 25, 2021 Russell Westbrook skoraði 20 stig fyrir Lakers og Malik Monk skoraði 17 og tók 8 fráköst. Malcolm Brogdon var stigahæstur Indiana með 28 stig. Lakers hafa þar með unnið 10 af 20 leikjum sínum hingað til og eru í 9. sæti vesturdeildarinnar. Indiana er með 8 sigra og 12 töp. Bræðrabylta en sá eldri fagnaði Golden State Warriors hafa byrjað leiktíðina allra liða best og eru með 16 sigra í 18 leikjum, á toppi vesturdeildarinnar. Liðið vann fimmta leik sinn í röð í nótt þegar það hafði betur gegn Philadelphia 76ers, 116-96. Gestirnir frá Philadelphia voru enn án Joel Embiid en búist er við því að stóri maðurinn geti snúið aftur á laugardag, eftir að hafa verið þrjár vikur frá keppni vegna kórónuveirusmits. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State og átti 10 stoðsendingar, gegn litla bróður sínum Seth Curry sem var stigahæstur hjá Philadelphia með 24 stig. Mágur bræðranna, Damion Lee, skoraði 5 stig fyrir Golden State. Family get-togethers on an NBA court! pic.twitter.com/0FeDBKuJi4— NBA (@NBA) November 25, 2021 Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
Úrslitin í nótt: Cleveland 115-120 Phoenix Indiana 116-124 LA Lakers Orlando 99-106 Charlotte Boston 104-123 Brooklyn Houston 118-113 Chicago Memphis 113-126 Toronto Milwaukee 114-93 Detroit Minnesota 113-101 Miami New Orleans 127-102 Washington Oklahoma 104-110 Utah San Antonio 106-124 Golden State 116-96 Sacramento 125-121 Portland
NBA Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira