NBA stjarnan sem neitar að mæta í vinnuna stefnir í gjaldþrot Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 11:31 Ben Simmons í leik með Philadelphia 76ers í NBA-deildinni á síðustu leiktíð. Getty/Kevin C. Cox NBA körfuboltamaðurinn Ben Simmons neitar enn að mæta í vinnuna hjá Philadelphia 76ers sem ætlaði að borga honum fjóra milljarða íslenskra króna fyrir þetta tímabil. Fyrir vikið fær hann ekki útborgað og það er að koma karlinum í vandræði. Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Simmons fór í fýlu eftir að hann var gerður að blóraböggli eftir klúður Sixers liðsins í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Hann átti gagnrýnina eflaust skilið enda skaut hann ekki á körfuna og hitti skelfilega á vítalínunni en hann vantaði vissulega meiri stuðning frá liðsfélögunum og félaginu sjálfu. Ben Simmons may be forced to make a return sooner than later. pic.twitter.com/1Uo6v7zpbL— theScore (@theScore) November 25, 2021 Það hefur ekki enn tekist að laga sambandið þar á milli og því spilar Philadelphia 76ers enn án eins síns besta leikmanns. Fýlan rann nefnilega ekki af Simmons yfir sumarið og hann neitaði að mæta á æfingar í haust. Þegar hann mætti loksins eftir að Sixers hætti skiljanlega að borga honum laun þá entist það ekki lengi. Doc Rivers, þjálfari Philadelphia 76ers, endaði á að reka hann af æfingu og hann hefur ekki mætt síðan þá. Nýjustu fréttirnar af Simmons er að hann stefnir í gjaldþrot vegna óhóflegrar neyslu nú þegar launin berast honum ekki lengur. Hinn 25 ára gamli Simmons kaupir víst nýjan bíl í hverjum mánuði og hefur keypt tvö hús í Philadelphia sem eru 17,5 milljónum dollara virði. Simmons skrifaði undir fimm ára samning á 2019-20 tímabilinu sem átti að skila honum 177 milljónum Bandaríkjadala. 76ers hefur þegar borgað honum 90 milljónir dollara af þessum samning. Fjarvera hans á þessu tímabili hefur kostað hann mikinn pening. Hann gæti endað á því að tapa tuttugu milljónum dala á þessu tímabili eða 2,6 milljörðum íslenskra króna. Miðað við fréttir af peningavandræðum Simmons þá er kannski von um að menn fái að sjá hann mæta aftur í vinnuna og kannski fara að spila á ný með Sixers liðinu. Ben Simmons er frábær leikmaður, öflugur leikstjórnandi og frábær varnarmaður. Hann er aftur á móti mjög lélegur skotmaður og þoldi greinilega ekki pressuna að spila á stóra sviðinu í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira