Sundurliðun á tölunum sýnir að innflæði hlutabréfasjóði nam 3 milljörðum króna í október og innflæði í blandaða sjóði 1,9 milljörðum. Nær samfellt innflæði hefur verið í hlutabréfasjóði og blandaða sjóði frá vori ársins 2020.
Þá nam innflæði í skuldabréfasjóði 8 milljörðum króna í október. Nettó innflæði frá áramótum nemur tæplega 35 milljörðum króna.
Úrvalsvísitalan hafði lækkað um 2,5 prósent þegar Kauphöllinni var lokað í dag. Lækkunin í Kauphöllinni er í takt við lækkanir á hlutabréfamörkuðum um allan heim en þær endurspegla áhyggjur fjárfesta af nýju afbrigði kórónuveirunnar.

Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.