Gjörgæsla í gjörgæslu Aníta Aagestad og Anna María Leifsdóttir skrifa 28. nóvember 2021 11:00 Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Umræða um gjörgæsludeildir Landspítala hefur verið áberandi upp á síðkastið. Margir hafa furðað sig á því að gjörgæsludeildir spítalans ráði ekki við að sinna þremur til fjórum sjúklingum með COVID. Margoft hefur verið bent á að gjörgæslupláss á Íslandi séu of fá, jafnvel þegar enginn heimsfaraldur geisar. Ein helsta ástæða þess er skortur á gjörgæsluhjúkrunarfræðingum, en ítrekað hefur verið bent á þá staðreynd, t.d. þegar árið 2018 í leiðara í Læknablaðinu. Afleiðingin er alvarlegur skortur á gjörgæsluplássum sem veldur því að m.a. hefur þurft að fresta opnum hjartaaðgerðum og stórum aðgerðum hjá börnum sem þurfa gjörgæslumeðferð eftir aðgerð. Nú þegar heimsfaraldur geisar hefur álag á gjörgæsludeildir Landspítala aukist töluvert, og á síðustu vikum hafa jafnan legið þrír til fjórir á gjörgæslu með COVID. Gjörgæsluhjúkrun COVID sjúklinga er a.m.k. helmingi mannaflafrekari en hjúkrun annara sjúklinga. Skortur á starfsfólki er áþreifanlegur á hverjum einasta degi og vakt. Skipinu er haldið á floti með yfirvinnu, starfsfólki sem frestar frítöku og vinnur tvöfaldar vaktir, þótt slíkt sé ekki talið æskilegt. Ljóst er að enginn heldur slíku ástandi út til langs tíma. Afleiðingarnar má þegar sjá í auknum langtíma veikindum meðal hjúkrunarfræðinga á þessu ári, sem er mikið áhyggjuefni. Síðastliðið sumar var annað sumarið í röð biðlað til gjörgæsluhjúkrunarfræðinga að koma til vinnu úr sumarfríum til að sinna COVID sjúklingum. Hversu lengi á að treysta á fórnfýsi gjörgæsluhjúkrunarfræðinga til að sinna nauðsynlegri þjónustu við lífshættulega veika? Og hver ber í rauninni ábyrgðina? Stjórnvöld hafa stært sér af því að hafa veitt aukið fjármagn í heilbrigðiskerfið. En er það nóg og hefur fénu verið veitt á rétta staði? Við teljum ekki. Að minnsta kosti skýtur skökku við að í tveimur síðustu samningum náðust ekki samningar við hjúkrunarfræðinga og samningum skotið til Gerðadóms bæði 2015 og 2020. Samt er stór hluti vandans skortur á hjúkrunarfræðingum og staðreynd að menntun þeirra og ábyrgð í starfi sé ekki metin til launa til jafns við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Við óttumst enn frekari atgervisflótta í okkar stétt vegna starfsaðstæðna og álags. Það er ekki nóg að gjörgæsludeildir Landspítala séu vinnustaðir þar sem boðið er upp á krefjandi hjúkrun mikið veikra sjúklinga, gjörgæsluhjúkrunar sem krefst langs náms og starfsreynslu. Skörðin verða ekki fyllt með erlendum hjúkrunarfræðingum, enda eru þeir eftirsóttur starfskraftur erlendis á tímum Covid-heimsfaraldurs. Áköll frá starfsfólki af gólfi Landsspítala hafa verið mörg í gegnum árin en aldrei hefur kreppt jafn mikið að og nú. Okkur gjörgæsluhjúkrunarfæðingum ber skylda að vekja athygli á ástandinu, sjúklinga okkar vegna og samfélagsins. Við viljum ekkert frekar en að geta veitt skjólstæðingum okkar á gjörgæsludeildum bestu og öruggustu þjónustu sem völ er á. Við sem störfum á gólfi gjörgæslunnar berum ekki ábyrgð á ástandinu eins og það er og getum ekki endalaust hlaupið hraðar og bætt á okkur yfirvinnu og aukavöktum. Stjórnvöld verða að axla ábyrgð á ástandinu sem virðist stjórn Landspítalans ofviða. Við skorum á nýja ríkisstjórn að leita bæði bráða- og langtíma lausna á þessu ófremdarástandi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæslu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun