Mikilvægar lagabreytingar fyrir félög sem starfa að almannaheillum Haraldur Flosi Tryggvason Klein og Oddur Ástráðsson skrifa 30. nóvember 2021 08:00 Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember tóku gildi lög sem breyta rekstrarumhverfi félaga sem starfa til almannaheilla með mikilvægum hætti. Lög 110/2021 um félög til almannaheilla fjalla um þær kröfur sem gerðar eru til félaga sem kalla mega sig „félög til almannaheilla“ og stofnun sérstakrar almannaheillafélagaskrár sem fyrirtækjaskrá Skattsins heldur utan um. Lengi hefur verið beðið réttarbóta á þessu sviði og ber að þakka áralanga baráttu samtakanna Almannaheilla og fleiri aðila sem hafa látið sig málið varða. Með tilkomu laganna mun komast betri regla á stjórnhætti félaga sem starfa á þessu sviði. Þær kröfur sem nýju lögin gera til slíkra félaga munu þó gera bæði félagsmönnum og styrktaraðilum auðveldara að fylgjast betur með bæði verkefnum og hvernig fjármunir nýtast. Er vonandi að opinberir aðilar nýti sem oftast þá heimild sem að lögin færa þeim til að binda styrkveitingar og úthlutun rekstrarsamninga til félaga því skilyrði að þau séu á almannaheillaskrá. Skattaívilnanir á gjafafé auknar Hina hliðina á peningnum er að finna í lögum 32/2021 sem breyta ýmsum lögum um skatta og gjöld. Þar er fjallað um skattaívilnanir og kerfisbreytingar sem gerðar eru með það að markmiði að bæta eða létta rekstrarumhverfi félaga sem vinna að almannaheillum og auka möguleika þeirra til að safna gjafafé. Má nefna sem mikilvægt dæmi að heimild fyrirtækja til að draga gjafir til almannaheillafélaga frá tekjuskattsstofni sínum er hækkuð úr 0,75% í 1,5% af tekjum. Þá er það nýnæmi tekið upp að einstaklingar geta nú árlega dregið frá tekjuskattsskattsstofni allt að kr. 350.000 í gjafir til almannaheillafélaga. Auk þess er erfðafjárskattur felldur niður af erfðafé og fjármagnstekuskattur takmarkaður, þó háð skilyrðum á borð við að félag sem þiggur gjafafé þarf á almannaheillafélagskrá til að njóta slíkra ívilnana. Nýtt félagaform verður til Nú er dauðafæri fyrir félög sem starfa að almannaheillum að skrá sig á almannaheillaskrá. Það ætti í flestum tilvikum ekki að vera flókið mál en mun alltaf skila sér í bættri umgjörð í rekstri, vera til hagsbóta fyrir félögin og auka möguleika þeirra til að safna styrkjum og gjafafé. Frá fræðilegu sjónarhorni er þetta löggjafarstarf sérlega áhugavert þar sem segja má að til verði nýtt félagaform. Sérstaklega verður áhugavert að fylgjast með því hvernig samband styrktaraðila og almannaheillafélaga muni þróast og hvernig opinberir aðilar munu beita heimild til að skilyrða styrki og rekstrarsamninga við skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá. Sjálfsagt verða til við þessar breytingar fjöldi álitamála sem þarfnast lögfræðilegrar úrlausnar og þá um leið eftirsótt tækifæri fyrir lögmenn til að nýta þekkingu sína til almannaheilla. Höfundar eru starfandi lögmenn á LMG lögmannsstofu.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun