Sá eldri vann bræðraslag í NBA í nótt og pabbi í „I Told You So“ bol í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 07:31 Bræðurnir Lonzo Ball og LaMelo Ball þakka hvorum öðrum fyrir leikinn í nótt. AP/Paul Beaty Lonzo Ball ætlaði ekki að tapa aftur fyrir yngri bróður sínum LaMelo þegar þeir mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Chicago Bulls liðið vann líka leikinn á móti Charlotte Hornets. Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021 NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
Nikola Vucevic var besti maður vallarins þegar Chicago Bulls vann fjórtán stiga sigur á heimavelli á móti Charlotte Hornets, 133-119, en hann var með 30 stig og 14 fráköst. Fimm leikmenn Chicago liðsins skoruðu yfir tíu stig en DeMar DeRozan skoraði 28 stig og Zach LaVine var með 25 stig. 30 points6-6 from deep14 boards5 assists2 blocks@NikolaVucevic did it all in the @chicagobulls win pic.twitter.com/6yVxBoZBLU— NBA (@NBA) November 30, 2021 Þetta var auðvitað bræðraslagur milli Lonzo og LaMelo Ball og hann fékk að sjálfsögðu mikla athygli. LaMelo er sá yngri og hafði unnið síðasta leik þeirra og það var ofarlega í huga þeim eldri. Í stúkunni var faðir þeirra LaVar Ball í „I Told You So“ bol en hann hefur alltaf talað upp strákana sína. Þeir voru að dekka hvorn annan í leiknum og framan af leik fór kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem þeir tókust á. Lonzo Ball endaði með sigurinn auk 16 stig og 8 stoðsendingar. LaMelo Ball tapaði en var með betri tölur eða 18 stig og 13 stoðsendingar. Lonzo and LaMelo dueled tonight in Chicago @MELOD1P: 18 PTS, 7 REB, 13 AST@ZO2_: 16 PTS (6-8 FGM) 8 AST, W pic.twitter.com/qURCE0GxQv— NBA (@NBA) November 30, 2021 „Ég spila til að vinna. Ég er auðvitað sá eldri þegar allt kemur til alls og ég verð að safna sigrunum á móti honum,“ sagði Lonzo Ball eftir leikinn. Bulls liðið hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum og þurfti á þessum sigri að halda. „Við höfum verið að tala um NBA deildina síðan við vorum litlir strákar. Það er alltaf draumur að fá að spila á móti honum,“ sagði LaMelo Ball. „Við erum auðvitað bræður og elskum hvorn annan utan vallar. Inn á vellinum þá hef ég mitt starf sem ég þarf að skila og hann sitt,“ sagði Lonzo. Annar yngri bróðir var flottur þegar Seth Curry skoraði 24 stig þegar Philadelphia 76ers vann 101-96 sigur á Orlando Magic en Sixers menn voru þar nálægt því að tapa á móti einu lélegasta liði NBA-deildarinnar. Nikola Jokic snéri aftur í lið Denver Nuggets og var með 24 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar þegar liðið endaði sex leikja taphrinu með 120-111 útisigri á Miami Heat. Jokic hafði misst af síðustu fjórum leikjum en til að halda uppi bræðraþemanu má minnast á það að bræður hans voru báðir á góðum stað í stúkunni fyrir aftan bekk Denver liðsins. Jokic bræður hafa komið sér í fréttirnar með því að leggja til á samfélagsliðum að gera upp málin við Morris bræður út á bílastæði. JONAS VALANCIUNAS IS 7-7 FROM THREE.IT'S THE FIRST HALF.GET TO LEAGUE PASS NOW https://t.co/w2ntIgyLjw pic.twitter.com/Cb0NOojsIF— NBA (@NBA) November 30, 2021 Luka Doncic var með sína aðra þrennu hjá Dallas Mavericks á tímabilinu, 25 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar, en þurfti engu að síður að sætta sig við 96-114 tap á heimavelli á móti Cleveland Cavaliers. Jarrett Allen og Lauri Markkanen náðu sínum bestu stigaleikjum á tímabilinu, Allen með 28 stig og 14 fráköst en Finninn með 24 sitg. Litháinn Domantas Sabonis var líka með þrennu í tapi en hann bauð up á 16 stig, 25 fráköst og 10 stoðsendingar þegar lið hans Indiana Pacers tapaði með tveimur stigum á móti Minnesota Timberwolves. D'Angelo Russell var með 21 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst fyrir Úlfana. Karl-Anthony Towns skoraði 16 af 32 stigum sínum í þriðja leikhlutanum og háloftafuglinn Anthony Edwards var með 21 stig. New career-high 35 points for Jonas Valanciunas!Early 4Q on League Pass: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/muw9vETYW0— NBA (@NBA) November 30, 2021 Jonas Valanciunas átti frábæran leik þegar New Orleans Pelicans vann 123-104 útisigur á Los Angeles Clippers. Litháíski miðherjinn hitti úr öllum sjö þriggja stiga skotum í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 39 stig og 15 fráköst. Þetta var aðeins fimmti sgiur Pelíkanana á tímabilinu. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107 Donovan Mitchell's 21 points in the 2nd half lift the @utahjazz to victory!@spidadmitchell: 30 PTS, 5 AST, 4 STL pic.twitter.com/ODCs8lPGyD— NBA (@NBA) November 30, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Chicago Bulls - Charlotte Hornets 133-119 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 104-123 Philadelphia 76ers - Orlando Magic 101-96 Miami Heat - Denver Nuggets 111-120 Houston Rockets - Oklahoma City Thunder 102-89 Minnesota Timberwolves - Indiana Pacers 100-98 Dallas Mavericks - Cleveland Cavaliers 96-114 San Antonio Spurs - Washington Wizards 116-99 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 129-107
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira