Erlent

Barbados slítur tengsl við bresku krúnuna og verður lýðveldi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Karl Bretaprins og Rihanna voru meðal viðstaddra.
Karl Bretaprins og Rihanna voru meðal viðstaddra. Getty/Toby Melville

Eyríkið Barbados er orðið lýðveldi. Á miðnætti á staðartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma sleit Barbados öll tengsl við Elísabetu Englandsdrottningu og er hún því ekki lengur þjóðhöfðingi landsins.

Landstjóri Barbados, Sandra Mason, verður því hér eftir forseti Barbados og þjóðhöfðingi þessa nýja lýðveldis. 

Mikil fagnaðarlæti brutust út í höfuðborginni Bridgetown, þar sem áfanganum var fagnað við hátíðlega athöfn. Á meðal gesta voru Karl Bretaprins og söngkonan Rihanna, sem á ættir sínar að rekja til eyjunnar. 

Bretaprins óskaði landinu velfarnaðar á vegferð sinni en ítrekaði að áfram verði náin tengsl á milli bresku krúnunnar og Barbados, enda hyggjast eyjarskeggjar vera áfram innan breska samveldisins, þótt tengsl við krúnuna hafi verið rofin.

Sandra Mason, forseti Barbados, afhenti Karli Bretaprins Frelsisorðu landsins.Getty/Toby Melville



Fleiri fréttir

Sjá meira


×