Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 13:43 Páll Magnússon var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fimm ár en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira
Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Sjá meira