Suns snöggkældi niður sjóðheitan Steph Curry og vann sautjánda í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2021 07:30 Stephen Curry fylgist svekktur með á bekknum í nótt en það gekk lítið upp hjá honum í toppslagnum. AP/Matt York Phoenix Suns hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni og nú með frábærum sigri á Golden State Warriors í topslag deildarinnar. Með þessum sigri þá tóku Suns-menn toppsæti Vesturdeildarinnar af Warriors á innbyrðis leikjum en bæði lið hafa nú unnið 18 af 21 leik sínum í vetur. Golden State var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn og hafði enn fremur skorað yfir hundrað stig í öllum leikjum sínum á tímabilinu. Það breyttist í nótt. From 1-3 to 18-3.The @Suns have won 17 straight games, tying their franchise record! pic.twitter.com/vhTn0lSwoO— NBA (@NBA) December 1, 2021 Phoenix Suns komst í úrslitin um titilinn í sumar en tapaði síðan þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið fór þá í gang og hefur nú unnið sautján leiki í röð sem er jöfnun á félagsmeti. Golden State skoraði mikið framan af leik en Suns hertu vörnina þegar á leið leikinn og allan seinni hálfleikinn gekk Steph Curry og félögum afar illa að skora. Warriors skoraði þannig 35 stig í fyrsta leikhlutanum en bara 42 stig allan seinni hálfleikinn þar af bara 18 stig í fjórða leikhlutanum. CP3 starts the break, Booker finishes it!@Suns 36@warriors 39Early 2Q on TNT pic.twitter.com/kHK3qsMHwr— NBA (@NBA) December 1, 2021 Curry sjálfur endaði bara með 12 stig í leiknum en hann klikkaði á 17 af 21 skoti sínu. Jordan Poole var stigahæstur í liðinu með 28 stig og Otto Porter Jr. kom með 16 stig inn af bekknum. Það sem gerir sigur Phoenix Suns enn athyglisverðari er að liðið missti Devin Booker meiddan af velli og hann spilaði aðeins fimmtán mínútur í leiknum. Hinar stórstjörnur liðsins, Deandre Ayton og Chris Paul, voru frábærir. Ayton var með 24 stig og 11 fráköst en Paul með 15 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Malik Monk buzzer beater from DEEP! @Lakers, @SacramentoKings second half set to begin on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/S0DWgxA8HQ— NBA (@NBA) December 1, 2021 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið vann 117-92 útisigur á Sacramento Kings. James er kominn á heilsulistann vegna mögulegrar kórónuveirusýkingar og gæti misst af nokkrum leikjum. Anthony Davis var með 25 stig og Russell Westbrook bætti við 23 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. kom síðan með 22 stig inn af bekknum hjá Lakers mönnum. KEVIN. DURANT. FOR THE LEAD.@BrooklynNets 107@nyknicks 1051:36 left on TNT pic.twitter.com/AQlZ8c8xt9— NBA (@NBA) December 1, 2021 James Harden var með 34 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 112-110 sigur á New York Knicks í nágrannaslag en Kevin Durant bætti við 27 stigum og 9 stoðsendingum. James Johnson tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum 2,2 sekúndum fyrir leikslok. 30 points, 9 boards and 5 dimes for Harden midway through the 3rd Q on TNT pic.twitter.com/zmVP9aOv9U— NBA (@NBA) December 1, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92 NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Með þessum sigri þá tóku Suns-menn toppsæti Vesturdeildarinnar af Warriors á innbyrðis leikjum en bæði lið hafa nú unnið 18 af 21 leik sínum í vetur. Golden State var búið að vinna sjö leiki í röð fyrir leikinn og hafði enn fremur skorað yfir hundrað stig í öllum leikjum sínum á tímabilinu. Það breyttist í nótt. From 1-3 to 18-3.The @Suns have won 17 straight games, tying their franchise record! pic.twitter.com/vhTn0lSwoO— NBA (@NBA) December 1, 2021 Phoenix Suns komst í úrslitin um titilinn í sumar en tapaði síðan þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðið fór þá í gang og hefur nú unnið sautján leiki í röð sem er jöfnun á félagsmeti. Golden State skoraði mikið framan af leik en Suns hertu vörnina þegar á leið leikinn og allan seinni hálfleikinn gekk Steph Curry og félögum afar illa að skora. Warriors skoraði þannig 35 stig í fyrsta leikhlutanum en bara 42 stig allan seinni hálfleikinn þar af bara 18 stig í fjórða leikhlutanum. CP3 starts the break, Booker finishes it!@Suns 36@warriors 39Early 2Q on TNT pic.twitter.com/kHK3qsMHwr— NBA (@NBA) December 1, 2021 Curry sjálfur endaði bara með 12 stig í leiknum en hann klikkaði á 17 af 21 skoti sínu. Jordan Poole var stigahæstur í liðinu með 28 stig og Otto Porter Jr. kom með 16 stig inn af bekknum. Það sem gerir sigur Phoenix Suns enn athyglisverðari er að liðið missti Devin Booker meiddan af velli og hann spilaði aðeins fimmtán mínútur í leiknum. Hinar stórstjörnur liðsins, Deandre Ayton og Chris Paul, voru frábærir. Ayton var með 24 stig og 11 fráköst en Paul með 15 stig, 11 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Malik Monk buzzer beater from DEEP! @Lakers, @SacramentoKings second half set to begin on NBA League Pass: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/S0DWgxA8HQ— NBA (@NBA) December 1, 2021 LeBron James lék ekki með Los Angeles Lakers þegar liðið vann 117-92 útisigur á Sacramento Kings. James er kominn á heilsulistann vegna mögulegrar kórónuveirusýkingar og gæti misst af nokkrum leikjum. Anthony Davis var með 25 stig og Russell Westbrook bætti við 23 stigum, 5 fráköstum og 6 stoðsendingum. kom síðan með 22 stig inn af bekknum hjá Lakers mönnum. KEVIN. DURANT. FOR THE LEAD.@BrooklynNets 107@nyknicks 1051:36 left on TNT pic.twitter.com/AQlZ8c8xt9— NBA (@NBA) December 1, 2021 James Harden var með 34 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 112-110 sigur á New York Knicks í nágrannaslag en Kevin Durant bætti við 27 stigum og 9 stoðsendingum. James Johnson tryggði sigurinn með tveimur vítaskotum 2,2 sekúndum fyrir leikslok. 30 points, 9 boards and 5 dimes for Harden midway through the 3rd Q on TNT pic.twitter.com/zmVP9aOv9U— NBA (@NBA) December 1, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Golden State Warriors 104-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 92-117 Brooklyn Nets - New York Knicks 112-110 Toronto Raptors - Memphis Grizzlies 91-98 Portland Trail Blazers - Detroit Pistons 110-92
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira