Giannis með sigurkörfuna á síðustu sekúndunum: Sjáðu hana í draugavélinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo treður boltanum í körfuna í leiknum á móti Charlotte Hornets í nótt. AP/Morry Gash NBA meistarar Milwaukee Bucks unnu í nótt sinn áttunda sigur í röð í deildinni eftir að hafa lifað af skotsýningu og frábæra byrjun Geitungana frá Charlotte. GIANNIS WINS IT FOR THE @Bucks!The wild finish to a thriller in Milwaukee! pic.twitter.com/rEf4NDXlqB— NBA (@NBA) December 2, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og tók 12 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 127-125 sigur á Charlotte Hornets en sigurkarfa hans kom tveimur sekúndum fyrir leikslok. Khris Middleton var með 21 stig. „Hann er ekki alltaf að troða yfir menn og þetta var erfitt skot jafnvel fyrir bakvörð hvað þá svona stóran mann. Þetta sýnir gæðin sem hann hefur,“ sagði Khris Middleton. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna i draugavélinni. Giannis The @Bucks game-winner in #PhantomCam. pic.twitter.com/0e57umP7Sl— NBA (@NBA) December 2, 2021 LaMelo Ball skoraði 36 stig fyrir Charlotte Hornets sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í deildinni. Kelly Oubre Jr. skoraði 25 stig og Miles Bridges var með 22 stig. Ball hafði jafnað metin með þriggja stiga körfu 5,9 sekúndum fyrir leikslok en Giannis tókst að finna sér leið upp að körfunni þrátt fyrir að það væri ekki meira eftir en hann nýtti sér þá sendingu frá Jru Holliday. Charlotte liðið skoraði 41 stig og tíu þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta og var þá sextán stigum yfir. Milwaukee vann sig inn í leikinn og komst í fyrsta sinn yfir undir lok þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var síðan æsispennandi. 26 PTS, 16 REB @jaytatum0 led the @celtics in scoring and recorded a career-high in rebounds in the win! pic.twitter.com/OoSSDCFXdN— NBA (@NBA) December 2, 2021 Boston Celtics hefur ekki skorað færri stig í sigri í fjögur ár en 88 stig nægðu í eins stigs sigri á Philadelphia 76ers. Jayson Tatum byrjaði leikinn kaldur en komst síðan í gang og skoraði 11 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 16 fráköst. Robert Williams III innsiglaði þó sigurinn á hinum enda vallarins þegar hann varði lokaskot Georges Niang á síðustu sekúndunni. Al Horford var líka öflugur í vörninni og átti mikinn þátt í því að Joel Embiid hitti aðeins úr 3 af 17 skotum sínum í leiknum. Horford var sjálfur með 19 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. A little Luka Magic from the @dallasmavs win @luka7doncic scores 28 PTS and dishes out 14 dimes to lead the way! pic.twitter.com/SVwQyQPolD— NBA (@NBA) December 2, 2021 Luka Doncic var með 28 stig og 14 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum þegar Dallas Mavericks vann 139-107 útisigur á New Orleans Pelicans en slóvenski bakvörðurinn vat kominn með 18 stig eftir fyrsta leikhlutann. Dallas setti félagsmet með því að hitta úr 68,7 prósent skota sinna í leiknum (57 af 83). Kristaps Porzingis var með 20 stig og 10 fráköst. Liðið hafði tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum fyrir leikinn. An Ice Trae special @TheTraeYoung puts up 33 PTS, 8 REB and 10 AST in the @ATLHawks win! pic.twitter.com/YqtEQp15uq— NBA (@NBA) December 2, 2021 Trae Young var flottur og setti niður tvö mikilvæg víti á lokasekúndunum þegar Atlanta Hawks vann 114-111 útisigur á Indiana Pacers en Young var með 33 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst í leiknum. Kevin Love: 22 PTS, 6 REB, 6 3PMJarrett Allen: 19 PTS, 11 REB, 5 BLKEvan Mobley: 17 PTS, 11 REB, 4 BLKThe @cavs big men put in work in their win pic.twitter.com/jSdNxx5rAl— NBA (@NBA) December 2, 2021 Cleveland Cavaliers hafði ekki unnið í Miami í næstum því tólf ár og tapað tuttugu leikjum í röð í húsinu en burstaði heimamenn með 26 stiga mun í nótt, 111-85. Kevin Love skoraði 22 stig, Jarrett Allen var með 19 stig og 11 fráköst og Darius Garland skoraði 16 stig. „2010? Ég var níu ára gamall,“ sagði nýliðinn Evan Mobley sem var með 17 stig og 11 fráköst en hann fékk að vita að þetta var fyrsti sigur Cleveland í Miami síðan 25. janúar 2010. Cole was cooking @The_ColeAnthony drops 24 PTS, 8 REB and 7 AST in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/jKfVHmlvQx— NBA (@NBA) December 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 127-125 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 88-87 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-124 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 111-114 Orlando Magic- Denver Nuggets 108-103 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 115-107 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 85-111 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 107-139 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 110-114 NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira
GIANNIS WINS IT FOR THE @Bucks!The wild finish to a thriller in Milwaukee! pic.twitter.com/rEf4NDXlqB— NBA (@NBA) December 2, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 40 stig og tók 12 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 127-125 sigur á Charlotte Hornets en sigurkarfa hans kom tveimur sekúndum fyrir leikslok. Khris Middleton var með 21 stig. „Hann er ekki alltaf að troða yfir menn og þetta var erfitt skot jafnvel fyrir bakvörð hvað þá svona stóran mann. Þetta sýnir gæðin sem hann hefur,“ sagði Khris Middleton. Hér fyrir neðan má sjá sigurkörfuna i draugavélinni. Giannis The @Bucks game-winner in #PhantomCam. pic.twitter.com/0e57umP7Sl— NBA (@NBA) December 2, 2021 LaMelo Ball skoraði 36 stig fyrir Charlotte Hornets sem er það mesta sem hann hefur skorað í einum leik í deildinni. Kelly Oubre Jr. skoraði 25 stig og Miles Bridges var með 22 stig. Ball hafði jafnað metin með þriggja stiga körfu 5,9 sekúndum fyrir leikslok en Giannis tókst að finna sér leið upp að körfunni þrátt fyrir að það væri ekki meira eftir en hann nýtti sér þá sendingu frá Jru Holliday. Charlotte liðið skoraði 41 stig og tíu þriggja stiga körfur í fyrsta leikhluta og var þá sextán stigum yfir. Milwaukee vann sig inn í leikinn og komst í fyrsta sinn yfir undir lok þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var síðan æsispennandi. 26 PTS, 16 REB @jaytatum0 led the @celtics in scoring and recorded a career-high in rebounds in the win! pic.twitter.com/OoSSDCFXdN— NBA (@NBA) December 2, 2021 Boston Celtics hefur ekki skorað færri stig í sigri í fjögur ár en 88 stig nægðu í eins stigs sigri á Philadelphia 76ers. Jayson Tatum byrjaði leikinn kaldur en komst síðan í gang og skoraði 11 af 26 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Hann var einnig með 16 fráköst. Robert Williams III innsiglaði þó sigurinn á hinum enda vallarins þegar hann varði lokaskot Georges Niang á síðustu sekúndunni. Al Horford var líka öflugur í vörninni og átti mikinn þátt í því að Joel Embiid hitti aðeins úr 3 af 17 skotum sínum í leiknum. Horford var sjálfur með 19 stig, 8 fráköst og 5 varin skot. A little Luka Magic from the @dallasmavs win @luka7doncic scores 28 PTS and dishes out 14 dimes to lead the way! pic.twitter.com/SVwQyQPolD— NBA (@NBA) December 2, 2021 Luka Doncic var með 28 stig og 14 stoðsendingar á aðeins 27 mínútum þegar Dallas Mavericks vann 139-107 útisigur á New Orleans Pelicans en slóvenski bakvörðurinn vat kominn með 18 stig eftir fyrsta leikhlutann. Dallas setti félagsmet með því að hitta úr 68,7 prósent skota sinna í leiknum (57 af 83). Kristaps Porzingis var með 20 stig og 10 fráköst. Liðið hafði tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum fyrir leikinn. An Ice Trae special @TheTraeYoung puts up 33 PTS, 8 REB and 10 AST in the @ATLHawks win! pic.twitter.com/YqtEQp15uq— NBA (@NBA) December 2, 2021 Trae Young var flottur og setti niður tvö mikilvæg víti á lokasekúndunum þegar Atlanta Hawks vann 114-111 útisigur á Indiana Pacers en Young var með 33 stig, 10 stoðsendingar og 8 fráköst í leiknum. Kevin Love: 22 PTS, 6 REB, 6 3PMJarrett Allen: 19 PTS, 11 REB, 5 BLKEvan Mobley: 17 PTS, 11 REB, 4 BLKThe @cavs big men put in work in their win pic.twitter.com/jSdNxx5rAl— NBA (@NBA) December 2, 2021 Cleveland Cavaliers hafði ekki unnið í Miami í næstum því tólf ár og tapað tuttugu leikjum í röð í húsinu en burstaði heimamenn með 26 stiga mun í nótt, 111-85. Kevin Love skoraði 22 stig, Jarrett Allen var með 19 stig og 11 fráköst og Darius Garland skoraði 16 stig. „2010? Ég var níu ára gamall,“ sagði nýliðinn Evan Mobley sem var með 17 stig og 11 fráköst en hann fékk að vita að þetta var fyrsti sigur Cleveland í Miami síðan 25. janúar 2010. Cole was cooking @The_ColeAnthony drops 24 PTS, 8 REB and 7 AST in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/jKfVHmlvQx— NBA (@NBA) December 2, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 127-125 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 88-87 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-124 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 111-114 Orlando Magic- Denver Nuggets 108-103 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 115-107 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 85-111 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 107-139 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 110-114
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Milwaukee Bucks - Charlotte Hornets 127-125 Boston Celtics - Philadelphia 76ers 88-87 Los Angeles Clippers - Sacramento Kings 115-124 Indiana Pacers - Atlanta Hawks 111-114 Orlando Magic- Denver Nuggets 108-103 Washington Wizards - Minnesota Timberwolves 115-107 Miami Heat - Cleveland Cavaliers 85-111 New Orleans Pelicans - Dallas Mavericks 107-139 Oklahoma City Thunder - Houston Rockets 110-114
NBA Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Sjá meira