„Skynsegin“ jól Mamiko D. Ragnarsdóttir skrifar 2. desember 2021 07:29 Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri var alltaf haldið jólaboð heima hjá ömmu og afa. Allir afkomendur þeirra og makar mættu í boðið sem var töluverður fjöldi. Þá skapaðist mikill kliður. Fólk að spjalla hér og þar í flestum rýmum heimilisins og stundum óvænt hlátrasköll. Það var kannski kveikt á sjónvarpinu eða útvarpinu. Ég heyrði hávaða úr eldhúsinu, en borðbúnaðurinn var vaskaður upp jafnóðum og búið var að nota hann. Hljóðáreitin fóru í einn hrærigraut. Ég átti erfitt með að taka þátt því ég skildi ekki hvað fólk var að segja. Mér leið illa. Ég kláraði að borða og fór með diskinn minn inn í eldhús. Hvað nú? Ég kíkti inn í hvert einasta herbergi til að athuga stöðuna, en það voru bara of mikil læti. Hávaðinn heyrðist úr öllum herbergjum heimilisins. Ég flúði fram á stigagang. Á stiganginum heyrðist aðeins daufur kliður frá veislunni. Þar bjó vinkona mín Móna Lísa. Hún var köttur. Þegar ég settist í tröppurnar kom hún, lagðist í fangið á mér og byrjaði að purra. Þá leið mér vel. Ég gat verið svona í kannski heila klukkustund án þess að finna tímann líða á meðan mesti kliðurinn var. Eftir dágóðan tíma fann amma mig á stigaganginum og sagði: „Ertu þarna elskan mín að tala við köttinn?“ Ég hafði ekki verið neitt að tala við Mónu Lísu, en lét eins og ég skildi hvað hún meinti. Amma var sátt við mig og reyndi ekki að draga mig inn til að taka þátt í gleðskapnum. Þarna vissi ég ekki að ég væri „skynsegin“ (e. neurodivergent) en samt mætti ég þessum fallega skilningi ömmu minnar. Reynum að vera eins og elsku amma mín heitin. Ef einhver vill fara afsíðis og tekur ekki þátt í veislu þá á það ekki að vera neitt tiltökumál. Fögnum fjölbreytileika mannrófsins án þess að reyna að steypa alla í sama mótið. Má vera „hinsegin“? En hvað með „skynsegin“? Höfundur er skynsegin einhverf tónlistarkona.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun