Við höfum efni á að gera betur! Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. desember 2021 07:30 Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2022 sýnir svo ekki verður um villst að fjárhagsstaða sveitarfélagsins er sterk þrátt fyrir efnahagslegar þrengingar í þjóðfélaginu sem hefur gert ýmsum öðrum sveitarfélögum óleik. Ætla mætti að slík staða væri nýtt til að bæta þjónustu. Við þurfum til dæmis að leysa vanda íbúa á biðlista eftir félagslegu húsnæði, þar sem Garðabær hefur hunsað uppbyggingu. Nú þykir fréttnæmt að meirihlutinn ætli að leggja heilar 150 milljónir á næsta ári til uppbyggingar á félagslegu húsnæði þ.e. sem á að verja í kaup á íbúðum. Til þess að setja þá upphæð í samhengi er vert að benda á að 200 milljónir eiga að fara í tækjakaup inn í nýtt fjölnota íþróttahús. Það er líka hægt að setja þessar 150 milljónir í samhengi með því að benda á að á biðlista eftir félagslegu húsnæði eru nú um 50 umsóknir. Að baki hverri umsókn eru 1-5 einstaklingar, fatlaðir og ófatlaðir. Jafn margir bíða svo eftir því að fá að komast á biðlistann. Áætlun meirihlutans er eins og blaut tuska í andlit þessara íbúa. Og ekki skánar staðan þegar fjöldi félagslegra íbúða í Garðabæ er borinn saman við nágrannasveitarfélögin. Garðabær er með tæplega 2 félagslegar íbúðir á hverja 1000 íbúa, en Hafnarfjörður 8 íbúðir. Meirihlutinn með allt sitt fé ætlar ekki að bregðast við þeirri staðreynd að íbúum Garðabæjar fjölgar ört, t.d. yfir 2000 á yfirstandandi kjörtímabili. Áfram heldur meirihlutinn að berja höfðinu við steininn, þrátt fyrir t.d. óviðunandi ástand í leikskólamálum sveitarfélagsins, sem verður ekki leyst að fullu fyrr en árið 2023. Ástand sem hefur áhrif á fjölmargar barnafjölskyldur sem völdu Garðabæ til búsetu vegna orðspors sveitarfélagsins um gott aðgengi að leikskólum. Fleiri íbúar þýðir auðvitað hærri skatttekjur og bæjarsjóður bólgnar út. Áætlaður halli ársins 2020 þurrkaðist út og við árlok er bærinn tæpar 250 milljónir í plús. Fjármagnið er til en forgangsröðunin er ekki í þágu grunnþjónustu og lögbundinna verkefna. Það er ekki stórmannlegt að hreykja sér af góðri fjárhagsstöðu á sama tíma og þau sem minnst mega sín eru látin afskiptalaus. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar