Segir kosningarnar aðeins skrípaleik kínverskra stjórnvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 08:19 Law flúði Hong Kong í fyrra eftir umfangsmiklar fjöldahantökur. Getty/May James Lýðræðisaðgerðasinninn Nathan Law hefur hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum í Hong Kong sem eiga að fara fram 19. desember næstkomandi. Fólk eigi að sleppa því að kjósa og þannig sýna stjórnvöldum að kosningarnar hafi ekkert lögmæti. Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34