Ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. desember 2021 12:16 Jökulhlaupið úr Grímsvötnum náði hámarki í gær en skjálftavirkni hófst á svæðinu í morgun. Vísir/RAX Viðvörunarstig vegna Grímsvatna hefur verið fært yfir í appelsínugulan lit fyrir alþjóðaflug vegna skjálftavirkni sem hófst á svæðinu í morgun. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir engan gosóróa mælast á svæðinu að svo stöddu en ekki sé hægt að útiloka neitt þegar kemur að Grímsvötnum. Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi. Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Svo virðist sem að jökulhlaupið í Grímsvötunum hafi náð hámarki í gærmorgun og er íshellan búin að síga um 77 metra frá því að hún mældist hæst. Verulega hefur hægt á siginu síðan í gær sem bendir til þess að vötnin séu að mestu búin að tæma sig. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftavirkni hafa hafist á svæðinu upp úr klukkan sex í morgun þegar skjálfti af stærðinni 3,6 mældist. Nokkuð af eftirskjálftum fylgdu í kjölfarið en enginn gosórói hefur mælst á svæðinu „Þetta er lítillega meiri skjálftavirkni en við sjáum vanalega í Grímsvötnum og það sem við gerum í rauninni núna er bara að fylgjast áfram með stöðunni og sjá hvernig þetta þróast, það er það eina sem við getum gert núna,“ segir Einar. Veðurstofan hækkaði í morgun viðvörunarstig vegna alþjóðaflugs yfir í appelsínugulan lit eftir að skjálftavirknin hófst en appelsínugulur litur þýðir að skjálftavirknin sé umfram það sem venjuleg virkni er. Gera má ráð fyrir að viðvörunarstigið haldist appelsínugult ef virknin heldur áfram en næsta stig fyrir ofan er rautt, sem táknar að eldgos sé hafið. „Ég býst við því að ef að skjálftavirknin heldur áfram í dag og eitthvað næstu daga þá muni það vera svoleiðis, en ef að skjálftavirknin fjarar út þá mun kóðinn vera lækkaður aftur,“ segir Einar Bessi. „Þetta er samkvæmt verkferlum að hækka kóðann og svo sjáum við bara til núna hvað gerist og breytum honum þá eftir því sem atburðurinn þróast.“ Gos beint eftir hlaup átti sér síðast stað árið 2004 en það gaus þó síðast úr Grímsvötnum árið 2011, um sex mánuðum eftir hlaup úr jöklinum árið 2010. Þó er erfitt að segja hvort eldgosið þá hafi verið bein afleiðing af hlaupinu 2010 þar sem nokkrir mánuðir liðu á milli. „En burtséð frá hlaupinu þá er það talið að eldstöðin í Grímsvötnum hafi þannig séð verið tilbúin til þess að gjósa þegar kemur að þenslu og öðrum mælingum á eldstöðinni þannig það er í rauninni ekkert hægt að útiloka varðandi Grímsvötn næstu mánuðina, við verðum bara að sjá hvað setur,“ segir Einar Bessi.
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28 Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15 RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Skjálfti 3,6 að stærð í Grímsvötnum Skjálfti 3,6 að stærð varð í Grímsvötnum klukkan 6:16 í morgun. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, sá stærsti 2,3 að stærð. Ekki hefur mælist gosórói á svæðinu. 6. desember 2021 07:28
Hlaupið náð hámarki og á hraðri niðurleið: Sjáðu myndir RAX frá Grímsvötnum Íshellan í Grímsvötnum hefur sigið um 75 metra og hlaupið þar náði að öllum líkindum hámarki liðna nótt. Ragnar Axelsson ljósmyndari, þekktur undir nafninu RAX, flaug yfir svæðið í gær og myndaði sprungur ofan í Grímsvötnum, undir klettabeltum við skálana á Grímsfjalli. 5. desember 2021 21:15
RAX Augnablik: Gos í Grímsvötnum og Gjálp Mikið er fjallað um Grímsvötn þessa dagana og möguleikana á gosi. Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað mörg eldgos á ferlinum, þar á meðal í Grímsvötnum árið 2011. 5. desember 2021 07:01