Listin að hlusta Lára Guðrún Agnarsdóttir skrifar 8. desember 2021 08:01 Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Ég hef frá því að ég man eftir mér alltaf haft mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Sem krakki var ég alltaf í sveit og var staðráðin í því að verða dýralæknir. Mér fannst beljurnar í fjósinu sérstaklega notalegrar og átti ég oft í miklum samræðum við þær sérstaklega ef mér leið illa og var með heimþrá. Seinna þá lærði ég hársnirtiiðn og komst að því að sem hársnytir þá þarftu að vera hálfgerður sálfræðingur í því hvort að viðskiptavinurinn vildi spjalla eða ekki og þú þarft einnig að vera góður hlustandi og hlusta bæði eftir því hvað viðskiptavinurinn vill og oft þarf hann að létta á hjarta sínu og þá er gott að geta hlustað. Áður en ég gerðist kennari var ég tvö ár stuðningsfulltrúi vestur í Stykkishólmi sem var bæði skemmtilegt og frábær reynsla fyrir mig seinna meir þegar ég hef haft börn á einhverfurófinu í bekknum mínum. Samhliða því starfi vann ég á dvalarheimilinu og tvö sumur að auki. Mér fannst sérstaklega gaman að vinna með gamla fólkinu og sérstaklega þegar það sagði frá því hvernig lífið hafði verið áður fyrr. Frá því að ég byrjaði að kenna fyrir 21 ári síðan hafa miklar breytingar átt sér stað. Starf kennarans hefur breyst mjög mikið og er starfið í dag ekki eingöngu bundið við að fræða. Nú er starfið orðið töluvert flóknara og erum við að sinna mörgum nemendum með margvíslegan vanda alla daga í skóla fyrir alla. En er ekki til of mikils mælst að ætlast til að kennari sinni stórum hóp nemenda með mismunandi þarfir? Það sem okkur vantar í skólunum eru bjargir og fleira fagmenntað fólk á gólfið sem hefur annars konar menntun heldur en kennarinn og er ég þá að tala um fleiri sérkennara, þroskaþjálfa, sálfræðinga og talmeinafræðinga. Þetta er eitthvað sem við þurfum að huga betur að og reyna að ná því marki. Ég held að þetta sé hluti að þeim vanda sem kennarar eru að glíma við og getur leitt til kulnunar í starfi. Við þurfum líka að huga betur að erlendu nemendum okkar og hjálpa þeim betur að ná tökum á íslenskri tungu. Það er ekki í lagi að setja þessi börn beint inn í bekk þar sem þau þurfa að sitja jafnvel án þess að skilja neitt og kennarinn geti ekki sinnt þeim sem skildi. Þau þurfa svo miklu meiri þjónustu. Ég hef áhyggjur af íslensku börnunum okkar sem kjósa frekar að tala ensku en íslensku og eru svo í vandræðum með sitt eigið tungumál. Sem varaformaður Kennarasambands Íslands myndi ég vilja beita mér fyrir því að bæta vinnuumhverfi kennara og gera þannig starfið eftirsóknarverðara. Starfið þarf að vera sýnilegra og við þurfum að hafa rödd okkar alls staðar þar sem er verið að móta stefnur og strauma um allt sem kemur að menntamálum. Við þurfum að efla samvinnu og samstarf við Menntamálastofnun þannig hún og kennarastéttin vinni saman í takt við Aðalnámskrá. Ef ég fæ brautargengi sem varaformaður þá ætla ég að hlusta, læra og vinna að þeim málefnum sem mér eru hugleikinn og í góðri samvinnu með nýjum formanni. Höfundur er í framboði til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar