Meiri skjátími, minni hreyfing og lítið grænmeti í faraldrinum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 10. desember 2021 13:01 Hugrún Snorradóttir segir börn hafa varið meiri tíma með foreldrum sínum en það hafi þó ekki endilega verið gæðastundir. Reykjavíkurborg Skjátími barna jókst, þau hreyfðu sig minna og borðuðu minna grænmeti eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst en fyrir hann. Þá voru menntaskólanemar meira einmana en áður. Þetta sýna niðurstöður nýrrar úttektar á heilsu og líðan borgarbúa í faraldrinum. Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður. Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Í gær var birt sérstök skýrsla um niðurstöður lýðheilsumats sem Reykjavíkurborg gerði til að meta áhrif kórónuveirufaraldursins á heilsu og líðan fólks í borginni. Notaðar voru tölur frá síðasta ári. Hugrún Snorradóttir lýðheilsufræðingur er höfundur skýrslunnar en hún segir faraldurinn hafa haft töluverð áhrif á líðan og heilsu fólks. „Bæði neikvæð og jákvæð. Af svona neikvæðu mætti helst nefna eins og bara áhrifin á börn og unglinga. Það er hérna hreyfa sig minna, borða minna grænmeti og það er rosalega aukning í skjátíma barna í 5.-7. bekk, sérstaklega samfélagsmiðlum, það hefur aukist mikið þarna á þessu tímabili og svona áhrif á líðan líka. Þeim fannst þau minna vera við stjórn á þessum tíma og námið þeim þótti það ekki jafn skemmtilegt og áður og svo er rosa áhugavert að bera þetta saman við eins og framhaldsskólanema en þar var allt kennt í fjarnámi og þar sér maður alveg að þetta hafði töluverð áhrif á líðan þeirra. Þau voru meira einmana, andlega og líkamleg heilsa þeirra þau mátu hana verri og þau hérna bara hreyfðu sig minna líka en að sama skapi þá sváfu framhaldsskólanemar meira. Þeir drukku færri orkudrykki og hérna drukku minna áfengi á þessum tíma,“ segir Hugrún. Hugrún segir að áhugavert verði að fylgjast með hver langtímaáhrifin verði á framhaldsskólanemana. Þá segir hún að þó mörg börn hafi varið meiri tíma en áður með foreldrum sínum þá segi það ekki alla söguna. „Þá áttu þau erfiðarar að fá hlýju og umhyggju frá þeim miðað við fyrri mælingu. Þannig það er svolítið svona hvernig var aðstaðan heima fyrir á þessum tíma. Þetta voru meiri stundir saman en ekki gæðastundir.“ Vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað Þá hafði faraldurinn áhrif á fleiri hópa, eins og aldraða sem sögðust hafa fundið fyrir því að dregið hafi verið úr líkamsrækt og að samskipti við aðra hafi minnkað. Daglegt líf fatlaðs fólks raskaðist þá töluvert. Einnig eru vísbendingar um að jafnrétti kynjanna hafi minnkað á Íslandi frá upphafi faraldursins. Þá fjölgaði tilkynningum til barnaverndar og tilkynningum um heimilisofbeldi. En áhrifin voru þó ekki öll neikvæð eins og áður segir. Fram kemur í skýrslunni að ölvunardrykkja fullorðinna minnkaði, grunnskólanemar vörðu meiri tíma með foreldrum sínum, framhaldsskólanemar fengu meiri svefn og drukku færri orkudrykki. Þá segir í skýrslunni að faraldurinn hafi haft jákvæð áhrif á heimilislausa í Reykjavík, þjónusta við hópinn var aukin og aðlöguð aðstæðum. Þá hafi verið komið á sérstöku neyðarúrræði fyrir heimilislausar konur og þeim veittur varanlegur samastaður.
Börn og uppeldi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Orkudrykkir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira