Lakers aftur á sigurbraut, Durant hafði betur gegn Trae og Sólirnar skinu skært í Boston Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 09:31 Trae Young og Kevin Durant skoruðu báðir 31 stig í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Það var nóg um að vera að venju í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar alls fóru fram níu leikir. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut, Kevin Durant hafði getur gegn Trae Young er Brooklyn Nets lagði Atlanta Hawks og þá vann Phoenix Suns stórsigur á Boston Celtics. Lakers var án Anthony Davis vegna eymsla í hné. Það kom ekki að sök þar sem Oklahoma City Thunder er með slakari liðum deildarinnar í ár. Að því sögðu kom einn af átta sigurleikjum OKC á leiktíðinni gegn Lakers þann 5. nóvember svo LeBron James og félagar gátu ekki leyft sér að vera kæruleysir í leik næturinnar. Leikurinn var hins vegar aldrei spennandi, Lakers var með 14 stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og 19 stiga forystu í hálfleik. Munurinn var svo kominn upp í 21 stig er leiktíminn rann út, lokatölur 116-95 Lakers í vil. LeBron skoraði 33 stig og var stigahæstur hjá Lakers. Þá gaf hann sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þar á eftir kom Avery Bradley með 22 stig. Hjá OKC var Tre Mann stigahæstur með 19 stig. 33 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK @KingJames propels the @Lakers to the big W! pic.twitter.com/hBhzFEyHdn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Brooklyn Nets vann átta stiga sigur á Atlanta Hawks, lokatölur þar 113-105. Leikurinn var mjög jafn framan af en Atlanta gat vart skorað körfu til að bjarga lífi sínu í fjórða leikhluta. Liðið skoraði aðeins 14 stig gegn 24 hjá Nets og því fór sem fór. Kevin Durant var stigahæstur í liði Nets með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka fimm fráköst. James Harden kom þar á eftir með 20 stig, 11 stoðsendingar og fimm fráköst. Hjá Hawks var Trae Young einnig með 31 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. John Collins kom þar á eftir með 20 stig. Trae x KD @TheTraeYoung and @KDTrey5 both drop 31 PTS in the @ATLHawks and @BrooklynNets matchup! pic.twitter.com/CLYaeNEUAn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Leikmenn Phoenix Suns mættu til Boston fullt sjálfstrausts enda aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Skipti engu máli þó Devin Booker, stórstjarna liðsins, væri ekki með. Leikar voru nokkuð jafnir í fyrsta leikhluta en í öðrum sýndu Sólirnar frá Phoenix mátt sinn og megin. Gestirnir skoruðu þá 32 stig gegn aðeins 15 hjá Boston og lagði það grunninn að sigri liðsins, lokatölur 111-90 Suns í vil. Alls skoruðu sjö leikmenn Suns 10 stig eða meira. Stigahæstur var þó JaVale McGee með 21 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Cameron Payne með 17 stig á meðan Jae Crowder og Cameron Johnson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 24 stig. Í öðrum leikjum var það helst að Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í 123-114 sigri meistara Milwaukee Bucks á Houston Rockets. 41 PTS, 17 REB, 5 AST @Giannis_An34 delivers a monster performance to power the @Bucks to the win! pic.twitter.com/ttNTnKebaj— NBA (@NBA) December 11, 2021 Gary Trent Junior skorði 24 stig þegar Toronto Raptors unnu nauman sigur á New York Knicks, lokatölur 90-87. Þá dugðu 27 stig Luka Dončić skammt er Dallas Mavericks tapaði gegn Indiana Pacers, lokatölur 106-93 Pacers í vil. Staðan í deildinni er þannig að í Austurdeildinni eru Nets á toppnum með 18 sigra og 8 töp. Chicago Bulls koma þar á eftir með 17 sigra og níu töp. Meistararnir í Bucks eru svo í 3. sæti með 17 sigra og 10 töp. Í Vestrinu eru Golden State Warriors og Suns á toppnum með 21 sigur og fjögur töp. Utah Jazz koma þar á eftir með 18 sigra og sjö töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Lakers var án Anthony Davis vegna eymsla í hné. Það kom ekki að sök þar sem Oklahoma City Thunder er með slakari liðum deildarinnar í ár. Að því sögðu kom einn af átta sigurleikjum OKC á leiktíðinni gegn Lakers þann 5. nóvember svo LeBron James og félagar gátu ekki leyft sér að vera kæruleysir í leik næturinnar. Leikurinn var hins vegar aldrei spennandi, Lakers var með 14 stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta og 19 stiga forystu í hálfleik. Munurinn var svo kominn upp í 21 stig er leiktíminn rann út, lokatölur 116-95 Lakers í vil. LeBron skoraði 33 stig og var stigahæstur hjá Lakers. Þá gaf hann sex stoðsendingar og tók fimm fráköst. Þar á eftir kom Avery Bradley með 22 stig. Hjá OKC var Tre Mann stigahæstur með 19 stig. 33 PTS, 5 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK @KingJames propels the @Lakers to the big W! pic.twitter.com/hBhzFEyHdn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Brooklyn Nets vann átta stiga sigur á Atlanta Hawks, lokatölur þar 113-105. Leikurinn var mjög jafn framan af en Atlanta gat vart skorað körfu til að bjarga lífi sínu í fjórða leikhluta. Liðið skoraði aðeins 14 stig gegn 24 hjá Nets og því fór sem fór. Kevin Durant var stigahæstur í liði Nets með 31 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar og taka fimm fráköst. James Harden kom þar á eftir með 20 stig, 11 stoðsendingar og fimm fráköst. Hjá Hawks var Trae Young einnig með 31 stig, 10 stoðsendingar og sjö fráköst. John Collins kom þar á eftir með 20 stig. Trae x KD @TheTraeYoung and @KDTrey5 both drop 31 PTS in the @ATLHawks and @BrooklynNets matchup! pic.twitter.com/CLYaeNEUAn— NBA (@NBA) December 11, 2021 Leikmenn Phoenix Suns mættu til Boston fullt sjálfstrausts enda aðeins tapað fjórum leikjum á leiktíðinni. Skipti engu máli þó Devin Booker, stórstjarna liðsins, væri ekki með. Leikar voru nokkuð jafnir í fyrsta leikhluta en í öðrum sýndu Sólirnar frá Phoenix mátt sinn og megin. Gestirnir skoruðu þá 32 stig gegn aðeins 15 hjá Boston og lagði það grunninn að sigri liðsins, lokatölur 111-90 Suns í vil. Alls skoruðu sjö leikmenn Suns 10 stig eða meira. Stigahæstur var þó JaVale McGee með 21 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Cameron Payne með 17 stig á meðan Jae Crowder og Cameron Johnson skoruðu 16 stig hvor. Hjá Celtics var Jayson Tatum með 24 stig. Í öðrum leikjum var það helst að Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig og tók 17 fráköst í 123-114 sigri meistara Milwaukee Bucks á Houston Rockets. 41 PTS, 17 REB, 5 AST @Giannis_An34 delivers a monster performance to power the @Bucks to the win! pic.twitter.com/ttNTnKebaj— NBA (@NBA) December 11, 2021 Gary Trent Junior skorði 24 stig þegar Toronto Raptors unnu nauman sigur á New York Knicks, lokatölur 90-87. Þá dugðu 27 stig Luka Dončić skammt er Dallas Mavericks tapaði gegn Indiana Pacers, lokatölur 106-93 Pacers í vil. Staðan í deildinni er þannig að í Austurdeildinni eru Nets á toppnum með 18 sigra og 8 töp. Chicago Bulls koma þar á eftir með 17 sigra og níu töp. Meistararnir í Bucks eru svo í 3. sæti með 17 sigra og 10 töp. Í Vestrinu eru Golden State Warriors og Suns á toppnum með 21 sigur og fjögur töp. Utah Jazz koma þar á eftir með 18 sigra og sjö töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum