Erlent

Myrti eigin­konu sína með því að keyra yfir hana

Árni Sæberg skrifar
David og Stephanie Turtle fyrir voðaverkið.
David og Stephanie Turtle fyrir voðaverkið. Facebook

David Turtle, fyrrverandi sveitarstjórnarmaður frá Bournemouth á Englandi, hefur verið fundinn sekur fyrir frönskum dómstól um að hafa myrt eiginkonu sína. Morðvopnið var Mercedes Benz bifreið hans.

David Turtle, fyrrverandi bílasali og sveitarstjórnarmaður, og eiginkona hans Stephanie ráku saman gistiheimili í Suðvesturhluta Frakkland. Árið 2017 lést Stephanie í því sem David vildi meina að væri bílslys.

„Guð minn góður, ég er búinn að drepa konuna mína, held ég. Það var slys,“ sagði David við nágranna sína í símtali klukkan hálf tvö nóttina örlagaríku. 

Jayne Clarke annar nágrannanna sagði rannsakendum að Turtle hefði verið í miklu uppnámi þegar hann hringdi. 

Turtle sagði rannsakendum að þau Stephanie hefðu rifist eftir kvöldmat og að hún hefði farið snemma að sofa. Síðan hafi rifrildið haldið áfram þegar hún ætlaði á salernið. Þá hafi hann ákveðið að fara í bíltúr til að róa sig niður.

Hann segist ekki hafa tekið eftir því að hafa keyrt á eiginkonu sína þegar hann tók af stað en hann hafi þó „fundið á sér að hann ætti að stöðva bílinn.“ Stephanie hafði hlotið banvæna áverka á bringu og innyfli í árekstrinum.

Að sögn The Guardian taldi dómurinn í Agen að ómögulegt væri að David Turtle hafi ekki séð konu sína þegar hann keyrði yfir hana. Því var hann dæmdur í fjórtán ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×