13/12 Styrktarsjóður Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 13. desember 2021 11:01 Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Börn og uppeldi Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum varð frúin hálfrar aldar gömul og slegið var upp 100 kvenna stelpupartýi þar sem eðal stjörnur stigu á stokk og allir skemmtu sér konunglega. Ekkert skorti konuna og gjafir voru því afþakkaðar en í staðinn var gamall draumur gerður að veruleika; 13/12 Styrktarsjóður var stofnaður og töluvert fé safnaðist. Hugmyndin kviknaði í vinnunni en í starfi mínu sem fæðingalæknir hef ég allt of oft kynnst konum sem hafa lítið á milli handanna og eru í erfiðri stöðu. Það eru því miður ekki allir á okkar góða landi sem hafa nóg til hnífs og skeiðar. En það nístir inn að beini þegar um er að ræða þungaðar konur eða nýbakaðar mæður og börn þeirra sem eiga ekkert og vantar allt. Ekki pening fyrir lyfjum eða sjúkraþjálfun, komast kannski ekki í mæðraverndina í tímann sinn sem er nauðsynlegur fyrir heilsu þeirra og barnsins sem er væntanlegt. Nýfædd börn þurfa mikla umönnun fyrstu dagana, mánuðina og árin. Maðurinn er kannski sú dýrategund sem er hvað mest ósjálfbjarga við fæðingu og lifir ekki af nema að fá næringu, umönnun, ást og kærleika. Oft hefur verið sagt að það þurfi heilt Þorp til að koma barni à legg. Fátækt er því miður staðreynd víða og stundum virðist erfitt að komast út úr þeim aðstæðum. Saklaus börn eiga ekki að líða fyrir erfiðan fjárhag foreldra sinna. Því var 13/12 Styrktarsjóður stofnaður og hugmyndin er að styrkja mæður og börn þeirra sem skortir aðstoð. Starfsfólk kvennadeildar Landspítala finnur í störfum sínum þá sem eru í vanda og þurfa aðstoð. Þessi mál fara ekki hátt því fátækir hafa ekki marga talsmenn og hrópa ekki neyð sína á torgum. Nú þegar hafa margar konur og börn þeirra notið peningagjafa og aðra aðstoð sem þörf er à í hvert sinn. Margir einstaklingar hafa látið fé af hendi rakna til að styrkja sjóðinn og einnig hafa félagasamtök og fyrirtæki lagt málinu lið. Þess vegna er 13/12 Styrktarsjóður ennþá til og það ber að þakka. Nú þegar 9 dagar eru í að daginn taki að lengja á okkar fallega landi og myrkrið fer senn að hörfa stendur jólaundirbúningur sem hæst á mörgum heimilum. Þà er svo mikilvægt að muna eftir okkar minnsta bróður, þeim sem allt skortir og er jafnvel nýkominn í þennan heim. Sum okkar vilja ekki gjafir,vantar ekkert og eiga nóg, þá er upplagt að leggja góðu málefni lið. Það er nefnilega sælla að gefa en þiggja. Þannig lifir góð hugmynd eins og 13/12 Styrktarsjóður sannar sjá FB síðu 13/12 Styrktarsjóður. Njótið aðventu og jólahátíðar með því að láta gott af ykkur leiða. Höfundur er fæðinga- og kvensjúkdómalæknir.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun