Hressandi viðhorf Hildar Kristján Þorsteinsson skrifar 14. desember 2021 06:02 Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar