Skytturnar og Hamrarnir hafa sætaskipti eftir sigur Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 22:00 Það var gaman hjá Skyttunum í kvöld. Nick Potts/Getty Images Arsenal vann þægilegan 2-0 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Gabriel Martinelli sem kom Arsenal yfir eftir sendingu Alexandre Lacazette, nýs fyrirliða Arsenal. Lacazette sjálfur fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum skömmu eftir að Vladimir Coufal fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði West Ham. Łukasz Fabiański varði hins vera spyrnu Lacazette og hélt West Ham inn í leiknum. Það var hins vegar til einskis þar sem Emile Smith-Rowe tvöfaldaði forystuna undir lok leiks og Arsenal vann sannfærandi 2-0 sigur. Í hinum leikjum kvöldsins vann Wolves góðan 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. Þá gerðu Crystal Palace og Southampton 2-2 jafntefli. Sigur Arsenal þýðir að liðið hefur sæta skipti við West Ham. Skytturnar eru í 4. sæti með 29 stig á meðan Hamrarnir eru í 5. sæti með 28 stig. Enski boltinn
Arsenal vann þægilegan 2-0 sigur á West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það Gabriel Martinelli sem kom Arsenal yfir eftir sendingu Alexandre Lacazette, nýs fyrirliða Arsenal. Lacazette sjálfur fékk svo tækifæri til að tvöfalda forystuna af vítapunktinum skömmu eftir að Vladimir Coufal fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði West Ham. Łukasz Fabiański varði hins vera spyrnu Lacazette og hélt West Ham inn í leiknum. Það var hins vegar til einskis þar sem Emile Smith-Rowe tvöfaldaði forystuna undir lok leiks og Arsenal vann sannfærandi 2-0 sigur. Í hinum leikjum kvöldsins vann Wolves góðan 1-0 útisigur á Brighton & Hove Albion. Þá gerðu Crystal Palace og Southampton 2-2 jafntefli. Sigur Arsenal þýðir að liðið hefur sæta skipti við West Ham. Skytturnar eru í 4. sæti með 29 stig á meðan Hamrarnir eru í 5. sæti með 28 stig.