Skrifað undir kaupin á Hótel Sögu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2021 11:57 Hótel Saga var á sínum tíma eitt flottasta hótel bæjarins og með vinsælum veitingastöðum og bar. Þar voru líka reglulega dansleikir og samkomur. vísir/Vilhelm Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta hafa fest kaup á Hótel Sögu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Félagsstofnun stúdenta. Þar segir að samningur um kaup ríkisins og FS á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg hafi verið undirritaður en félagið er í eigu Bændasamtakanna. Kaupverðið á þessari tuttugu þúsund fermetra fasteign og efni samningsins fæst ekki gefið upp að svo stöddu. Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir. Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast. Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld. Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum. Nemendur í Hagaskóla hafa undanfarnar vikur fengið inni á Hótel Sögu vegna mygluvandamála í húsakynnum skólans hinum megin við Hagatorgið. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða áhrif kaupin munu hafa á þá ráðstöfun. Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Þar segir að samningur um kaup ríkisins og FS á fasteign Bændahallarinnar ehf. við Hagatorg hafi verið undirritaður en félagið er í eigu Bændasamtakanna. Kaupverðið á þessari tuttugu þúsund fermetra fasteign og efni samningsins fæst ekki gefið upp að svo stöddu. Í Bændahöllinni fór starfsemi Hótel Sögu fram um áratuga skeið. Hótelinu var hins vegar endanlega lokað í nóvember 2020. Hafa samningaviðræður um sölu á fasteigninni staðið lengi yfir. Með kaupum ríkissjóðs og Félagsstofnunar stúdenta mun hlutverk þessa sögufræga húss nú breytast. Í stað hótelstarfsemi verður hluti þess nú nýttur undir starfsemi Háskóla Íslands en auk þess mun Félagsstofnun stúdent nýta húsið undir stúdentaíbúðir. Samningurinn var gerður með fyrirvara um samþykki Alþingis en heimild til kaupanna var staðfest með samþykkt fjáraukalaga í gærkvöld. Afhending hússins mun fara fram á næstu vikum og mánuðum. Nemendur í Hagaskóla hafa undanfarnar vikur fengið inni á Hótel Sögu vegna mygluvandamála í húsakynnum skólans hinum megin við Hagatorgið. Ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða áhrif kaupin munu hafa á þá ráðstöfun.
Háskólar Alþingi Reykjavík Skóla - og menntamál Salan á Hótel Sögu Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05
Samningar á lokametrum um kaup ríkisins á hótel Sögu Samningar eru á lokametrunum milli Bændasamtaka Íslands og Háskóla Íslands um kaup þeirra síðarnefndu á hótel Sögu. Formaður Bændasamtakanna segir söluna þó ekki í höfn fyrr en skrifað verði undir samninga. 9. desember 2021 19:20