„Aðalmarkmiðið að komast í landsliðshópinn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. desember 2021 09:00 Viðar Ari í leik Íslands og Síle þann 15. janúar 2017. Visual China Group/Getty Images Viðar Ari Jónsson átti sitt besta tímabil á ferlinum í ár er hann fór á kostum með Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira
Hann jafnaði markamet Sandefjord í efstu deild og þakkar því góðu baklandi heima fyrir. Í fyrri hluta viðtalsins við Vísi fór hann yfir hvernig það hjálpaði honum innan vallar að verða fjölskyldufaðir utan vallar. Þá fór hann yfir tímabilið með Sandefjord þar sem allt gekk upp persónulega og nokkuð vel hjá liði sem spáð falli hvert sem litið var. Frétt Viðar Ari er samningslaus í dag en flýtir sér hægt. Þá ræddi hann einnig stöðu sína innan íslenska landsliðsins en það eru hartnær fjögur ár síðan hann spilaði síðast landsleik. „Það er eitthvað verið að þreifa fyrir sér en allt voða rólegt eins og staðan er í dag. Það er mikill áhugi frá Sandefjord að halda mér, skiljanlega,“ sagði Viðar Ari og hló er hann ræddi samningsmál sín. „Það hafa einhver lið frá Norðurlönd haft samband og svo er áhugi frá allskonar löndum. Það hafa einhverjir jólasveinar sent manni skilaboð í gegnum Instagram og WhatsApp, bjóðandi manni hitt og þetta. Maður veit svo sem ekkert hvað er til í svoleiðis rugli svo ég tek því lítið alvarlega.“ „Það er áhugi víða sýnist mér í fljótu bragði. Ég vona það allavega eftir gott tímabil. Samt ekkert sem er farið neitt af stað, bara Sandefjord til þessa sem er með eitthvað á borðinu. Við ætlum samt aðeins að bíða og sjá, höldum öllu opnu sem stendur. Er til í að skoða næstum hvað sem er. Við erum mjög vongóð með framhaldið þar sem við vitum að eftir góða spilamennsku í ár gæti komið eitthvað spennandi.“ Kom aldrei til greina að koma heim Viðar Ari í leik með FH gegn Val sumarið 2018.Vísir/Vilhelm Viðar Ari er búinn að vera í Noregi – með stuttu stoppi hjá FH – síðan 2017. Það hefur gengið upp og ofan en hann hefur aldrei lagt árar í bát og sagði það ekki hafa komið til greina að koma heim ef tímabilið í ár hefði endað illa. „Nei ég hefði ekki verið tilbúinn í það (að koma heim). Ég hefði viljað prófa að vera aðeins lengur út í heimi þar sem það er alltaf allt eins heima á Íslandi. Ég kom heim í FH sumarið 2018 en var frekar týndur þá, sést kannski best á tímabilinu. Best að gleyma því bara,“ sagði Viðar Ari og hló. „Það var alveg auðvitað frábær tímasetning að byrja skora af fullt af mörkum núna, einmitt þegar ég er að renna út á samning. Hefði ekki getað byrjað að skora á betri tíma.“ „Auðvitað var maður hundsvekktur“ Anton Sverrir Jensson, góðvinur Viðars Ara, lagðist í ígrundaða heimildarvinnu fyrr á árinu þegar hann bar saman tölfræði Viðars Ara á leiktíðinni við þá sem voru í eða voru viðloðandi íslenska landsliðið. Viðar Ari á að baki fimm A-landsleiki en sá síðasti kom í ársbyrjun 2018. Um er að ræða fimm æfingaleiki á tólf mánaða tímabili. Hann spilaði í 0-1 tapi gegn Síle og Mexíkó, 1-0 sigri á Írlandi ásamt 6-0 og 4-1 sigrum á Indónesíu. Íslenska landsliðið var ekki upp á sitt besta í ár og mikið af breytingum gerðar milli leikja. Viðar Ari fékk kallið þó ekki að þessu sinni. ATH alvöru Kyocera skýrsla.Fékk þessa senda í dag.Gjörsamlega galið að Viðar Ari sé ekki valinn í þetta landslið.Kannski vænlegri leið að vera bekkjarmatur, vera með gott eftirnafn eða úr réttu ættunum.Annars góður - Áfram Ísland@footballiceland @Fotboltinet pic.twitter.com/XG48XXj1B2— Anton Sverrir Jensson (@AntonSverrir) November 14, 2021 „Auðvitað var maður hundsvekktur. Ég var að eiga mitt besta tímabil til þessa á ferlinum. Markahæstur í mínu liði og minnir að ég hafi verið fimmti markahæstur í Noregi. Það var mikið af breytingum í landsliðinu og margir nýir að koma inn.“ „Maður vonaðist eftir því að fá tækifæri en það kom ekki að þessu sinni. Maður verður bara að halda áfram og gera betur, gömul góð klisja aftur. Þetta var samt auðvitað svekkjandi en við gefumst ekkert upp. Við eigum nóg inni og aðalmarkmiðið mitt er að komast í landsliðshópinn.“ Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, heyrði þó í Viðari Ara á liðnu ári. „Ég fékk bara jákvætt ´feedback´ frá honum. Ég er vongóður þar sem maður er alltaf inn í myndinni ef maður stendur sig vel. Ég verð bara að halda áfram og sjá hvað gerist,“ sagði Viðar Ari Jónsson að lokum. Hann er nú staddur á Íslandi í verðskulduðu jólafríi áður en hann ákveður hvað næsta skref á ferli sínum verður.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Sjá meira