Aðfangadagur: Hvar er opið og hversu lengi? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2021 09:14 Landsmenn þurfa eigi að örvænta og enn er hægt að komast í verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm „Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13 en í Miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10-14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar til klukkan 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15 í dag. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Þá er opið til klukkan 16 í dag í öllum verslunum Extra. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í flestum sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11 og í Klébergslaug er opið til 13. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og það sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu. Jól Verslun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira
Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum á landinu . Opið er í verslunarmiðstöðvum Smáralindar og Kringlunnar frá klukkan 10 til 13 en í Miðborginni verður opið í flestum verslunum frá klukkan 10 til 12 en sumir verslunareigendur hafa opið lengur. Sama gildir um verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri en þar er opið til klukkan 12. Þeir sem eru á síðasta snúning hafa því nægan tíma til stefnu. Vanti hráefni í eldamennskuna eða baksturinn þarf eigi að örvænta enda er opið í fjölmörgum verslunum víðsvegar á landinu í dag. Í Fjarðarkaupum er opið frá 9 til 12:30 og Bónus er með opið í öllum verslunum sínum frá klukkan 10-14. Þá verður opið í verslunum Krónunnar til klukkan 15 í dag. Í Hagkaupum er opið til kl. 14, það er að segja í Smáralind og í Kringlunni, en í öðrum verslunum Hagkaupa er opið til klukkan 16. Vesturbæingar eru einnig í góðum málum en opið er í Melabúðinni frá klukkan 9 til 14 í dag. Verslunin Rangá í Skipasundi toppar Melabúðina en þar verður opið til klukkan 15 í dag. Þá eru langflestar verslanir Krambúðarinnar opnar til klukkan 16 að frátöldum verslunum Krambúðarinnar á Flúðum, Hólmavík, Laugarvatni og Reykjahlíð. Enn er hægt að komast í Nettó en allar verslanir keðjunnar eru opnar til klukkan 14 í dag. Þá er opið til klukkan 16 í dag í öllum verslunum Extra. Höfuðborgarbúar komast í sund fram að hádegi en opið er í flestum sundlaugum Reykjavíkur til klukkan 13 í dag. Íbúar á Seltjarnarnesi komast einnig í sund en opið er í Sundlaug Seltjarnarness til klukkan 12. Á Álftanesi og í Keflavík er opið til 11 og í Klébergslaug er opið til 13. Hér má sjá nánari opnunartíma sundlauga landsins. Almenningssamgöngur leggjast alls ekki af en strætisvagnar munu ganga samkvæmt laugardagsáætlun til klukkan 15 í dag. Á morgun, jóladag, verður ekið samkvæmt sunnudagsáætlun og það sama gildir um annan í jólum. Þeir sem drekka rauðvín, eða annað áfengi yfir hátíðarnar, komast enn í ríkið en opið er í ÁTVR frá klukkan 9-13 í dag. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og er því naumur tími til stefnu.
Jól Verslun Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé Sjá meira