Stofnandi og starfsmenn Apple Daily ákærðir fyrir uppreisnaráróður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 10:48 Útgáfu Apple Daily var hætt í júní eftir að öryggissveitir í Hong Kong handtóku starfsmenn, frystu eignir og gerðu húsleit í höfuðstöðvum blaðsins. EPA-EFE/JEROME FAVRE Stofnandi dagblaðsins Apple Daily hefur verið ákærður fyrir uppreisnaráróður af saksóknurum í Hong Kong. Hann hefur þegar verið ákærður fyrir brot á umdeildum öryggislögum sem sögð eru skerða fjölmiðla- og tjáningarfrelsi í héraðinu. Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Jimmy Lai, stofnandi dagblaðsins Apple Daily, sem hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár, mætti fyrir dómara í gær auk sex fyrrverandi starfsmanna dagblaðsins. Blaðinu var gert að hætta útgáfu í júní eftir að öryggissveitir gerðu húsleit í bækistöðvum blaðsins, handtóku starfsmenn og frystu eignir þess. Þeir sem hafa verið handteknir í tengslum við útgáfu blaðsins hafa verið ákærðir fyrir brot á umdeildum öryggislögum, sem voru innleidd í Hong Kong á síðasta ári. Lögin voru innleidd að frumkvæði stjórnvalda í Peking, sem hafa verið að herða tökin í sjálfstjórnarhéraðinu. Lai hefur þegar verið ákærður fyrir tvennskonar brot á öryggislögunum, þar á meðal fyrir samsæri í samráði við erlent ríki. Samkvæmt nýju ákærunni á Lai að hafa prentað, gefið út, selt og dreift uppreisnaráróðri frá apríl 2019 til 24. júní 2021. Þá segir í ákærunni að með dagblaðinu hafi átt að hvetja fólk til haturs og uppreisnar gegn stjórnvöldum í Hong Kong og Kína. Lai er einn þeirra þekktustu sem yfirvöld í Hong Kong hafa beint spjótum sínum að undanfarna mánuði. Vestræn ríki og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt yfirvöld harðlega fyrir handtöku hans og aðför gegn honum og segja öryggislögin til þess gerð að koma lýðræðissinnum í fangelsi og minnka fjölmiðla- og tjáningarfrelsi. Yfirvöld í Hong Kong og Kína vilja meina að lögin hafi verið nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika eftir heiftug mótmæli fyrir auknu lýðræði í héraðinu árið 2019. Lai hefur í rúmt ár verið haldið í einangrun í háöryggisfangelsinu Stanley Prison.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49 Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01 Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Sjá meira
Hvetur foreldra, kennara og aðra til að vakta ungmenni og tilkynna þau til lögreglu Lögreglan í Hong Kong hefur handtekið níu manns vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Meðal hinna handteknu eru sex krakkar í menntaskóla en fólkið er fimmtán til 39 ára. Lögreglan segir þau hafa leigt hótelherbergi til að framleiða þar sprengjur og markmið hópsins hafi verið að gera sprengjuárásir á skotmörk í borginni. 6. júlí 2021 11:49
Lýðræðisdagblaði gert að hætta útgáfu og blaðamenn handteknir Dagblaðinu Apple Daily hefur verið gert að hætt útgáfu en það hefur verið einn af hornsteinum lýðræðisbaráttumanna í Hong Kong undanfarin ár. Blaðið er það stærsta sinnar tegundar í héraðinu en vefsíða blaðsins mun loka á miðnætti í dag og síðasta útgáfa prentsins mun koma út á morgun. 23. júní 2021 14:01
Útgáfu Apple Daily í Hong Kong hætt um helgina Vef- og prentútgáfu fjölmiðilsins Apple Daily í Hong Kong verður hætt í síðasta lagi á laugardag. Frá þessu segir í tilkynningu frá stjórn útgáfunnar í morgun og er ástæðan sögð vera ríkjandi aðstæður í Hong Kong. 23. júní 2021 07:46