Morant og Memphis skelltu Lakers aftur niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:00 LeBron James og Ja Morant voru stigahæstir á vellinum þegar Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies mættust. getty/Justin Ford Eftir langþráðan sigur á Houston Rockets í gær var liði Los Angeles Lakers skellt aftur niður á jörðina þegar það sótti Memphis Grizzlies heim í NBA-deildinni í nótt. Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira