Covid skóli Sara Oskarsson skrifar 2. janúar 2022 08:01 Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Skólarnir eiga að byrja aftur eftir tvo daga. Smitölur síðustu vikna hafa náð hæðum sem við höfum aldrei séð frá upphafi faraldursins. Spítalannlagnir hafa þakkanlega ekki verið nálægt því sem að óttast var í fyrstu og það er ljóst að bólusetningar draga stórkostlega úr líkunum á alvarlegum veikindum vegna Covid-19 veirunnar. Það er yndislegt út af fyrir sig. Covid heilbrigðisstofnun Hins vegar er að sama skapi óþolandi að á tveimur árum hafi stjórnvöld ekki enn haft glóru né lágmarksrænu til þess að koma á laggirnar sérstakri Covid-19 heilbrigðisstofnun eins og þau hefðu augljóslega átt að gera strax í upphafi faraldursins. Sú staðreynd lýsir í hnotskurn þeirri krónísku vanhæfni og þeim pínlega skorti á langtímahugsun sem er við líði í íslenskum stjórnmálum. Það er jú gömul saga og ný.. Við sjáum nú dag frá degi fordæmalausar covid-smittölur og þó að Ómíkrón afbrigðið sé þakkanlega minna aggresívt en undanfari þess, Delta afbrigðið, virðist heilbrigðiskerfi velferðarríkisins Íslands samt einungis mara í hálfu kafi eins og staðan er í dag. Velferðarríkið Vegna áratuga aumingjaskapar stjórnvalda og fullkomnum skorti á þeim grunnskilningi að öflugt og vel fjármagnað heilbrigðiskerfi er lykilinn að farsælu samfélagi og hagkerfi, stöndum við nú frammi fyrir því að þjóðfélagið muni líklega lamast á komandi vikum að algjörlega óþörfu. Í síðasta minnisblaði sínu ráðlagði sóttvarnarlæknir Þórólfur Guðnason stjórnvöldum að fresta upphafi skólastarfs á árinu sem var að ganga í garð. Það var ekki var orðið við því. Að sjálfsögðu þurfa stjórnvöld heildstætt að vega og meta ávinning sóttvarnaaðgerða og áhrif þeirra á samfélagið og á ólíka hagsmuni, en ég fæ illa séð hverra hagsmuna væru borgið með því að skólarnir komi saman eftir tæpa tvo sólarhringa. Lamað þjóðfélag Ef að núverandi ástand (það er jólafrí í skólum) er eitthvað til að miða við er ekki von á góðu í næstu viku. Rétt fyrir jólafrí skólanna byrjuðu smittölurnar að rjúka upp sem varð til þess að langflestir skólarnir afboðuðu til að mynda jólaskemmtanir sínar. Ef að fer sem horfir munu smittölurnar vafalítið stórhækka í næstu viku og afleiðingar þeirra verða þá auðvitað sóttkví og einangrun tugþúsunda Íslendinga. Þjóðfélagið yrði varla starfhæft. Lyfjastofnun Evrópu heimilaði nýlega að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett gegn kórónuveirunni með bóluefni frá Pfizer. Foreldrum á Íslandi mun fljótlega gefast kostur á því að bólusetja yngri börn sín við kórónuveirunni. Vafalaust og vonandi munu margir þiggja það boð og draga um leið úr krafti og framgangi veirunnar. En það stendur ekki til að gera þetta fyrr en undir lok þessa mánaðar og það er einmitt þessi yngsti hópur sem heldur uppi stórum hluta núverandi smittalna. Varðbergi Í gær birtist viðtal við Víði Reynisson yfirlögregluþjón almannvarna þar sem sagði að landsmenn þyrftu að vera “mjög á varðbergi næstu dagana”. Hann sagði að gera mætti ráð fyrir að enn fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar og að landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Ríkisstjórnin hefur ekkert brugðist við þessum yfirlýsingum á neinn hátt og enn stendur til að skólarnir komi saman á þriðjudaginn. Nýr heilbrigðisráðherra er enn að koma sér fyrir í embætti og hefur mögulega aðeins aðrar áherslur en forveri sinn, auk þess sem að hann fær í skautið allt annan veruleika en fyrrverandi heilbrigðisráðherra: mun kraftminni veiru og margbólusetta þjóð. Hins vegar er frekar augljóst hvað gerist ef að skólarnir koma saman ekki á morgun heldur hinn. Smittölurnar munu fara upp úr öllu valdi, tilheyrandi sóttkví og einangrun mun leika þjóðfélagið grátt - en sá óhugsandi möguleiki að heilbrigðiskerfið bugist hræðir mest. Skólahald Undirituð leggur til og mælir með að skólahaldi sé frestað fram yfir bólusetningu yngsta hópsins. Það kæmi í veg fyrir þá smitsprengju sem stefnir í, auk þess sem örmagna og úrvinda heilbrigðisstarfsfólk fengi aðeins að draga andann á milli tarna. Höfundur er fyrrverandi varaþingmaður og listakona.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun