Gripinn með gríðarlegt magn barnakláms sem uppgötvaðist fyrir tilviljun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 20:50 Dómur í máli mannsins féll í Héraðsdómi. Vísir/Vilhelm. Karlmaður búsettur á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa 132 þúsund ljósmyndir og rúmlega fimm þúsund kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt í vörslum sínum. Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Málið má rekja til þess að árið 2019 var tilkynning send til lögreglu eftir að sá sem tilkynnti uppötvaði áðurnefnt efni fyrir tilviljun þegar hann var staddur á heimili mannsins. Lögregla gerði í framhaldinu húsleitir hjá manninum þar sem barnaníðsefnið fannst geymt á borðtölvum, fartölvum, hörðum diskum, disklingum, seguldiskum og geisladiskum. Alls fundust 244.254 ljósmyndir og 5.543 kvikmyndir. Við yfirheyrslur hjá lögreglu kannaðist maðurinn við efnið en kvað það hins vegar vera gamalt efni, frá árunum 1990-1992, þegar hann var haldinn barnagirnd. í kringum 1998 hafi hann hins vegar misst áhuga á efninu. Í millitíðinni hafði hann hins vegar fært efnið á milli tölva og harðra diska. Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið haldinn barnagirnd á umræddum árum og leitað í barnaníðsefniefni, en ekki börnin sjálf. Kvaðst hann hafa orðið háður því að skoða efnið. Magnið gríðarmikið að sögn lögreglumanna Lögreglumenn sem báru vitni í málinu og þurftu að skoða efnið við rannsókn þess sögðu magn þess sem fannst í húsleitunum hafa verið gríðarmikið. Maðurinn gekkst við því að hafa haft í vörslum sínum um langt skeið ljósmyndir og kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Lögreglumenn þurfti að skoða efnið í þágu rannsóknar málsins.Vísir/Vilhelm. Hið mikla magn skýrði hann þó með því að að hluta til væru um mörg eintök af sama efninu að ræða, sem hafi afritast er hann færði það á milli tækja. Þá hafi hann ætlað sér að farga hluta efnisins, sem fannst í kjallara mannsins. Þessari skýringu var hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur sem taldi manninn sjálfan bera ábyrgð á fjölföldun efnisins af þessu tagi. Þó var maðurinn sýknaður fyrir vörslu á svokölluðum smámyndum eða „thumbnails“ sem voru rúmlega 111 þúsund af hinum 244 þúsund myndum sem fundust á heimili mannsins, á grundvelli þess að þær hafi ekki verið vistaðar á tækjum mannsins af honum sjálfum, heldur orðið til við meðhöndlun stýrikerfa þeirra. Var hann því sakfelldur fyrir að hafa 132.798 ljósmyndir og 5.435 kvikmyndir sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfengin hátt. Dómari skoðaði efnið með handahófskenndri skoðun Í dóminum segir að myndefnið hafi verið af ýmsum toga en að svo til á öllum munum hafi fundist efni af allra grófasta tagi, þetta hafi dómari sannreynt með handahófskenndri skoðun á efninu. Segir í dómi héraðsdóms að magn efnisins beri vitni um stjórnleysi mannsins sem þurfi augljóslega á aðstoð að halda. Var maðurinn dæmdur í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuðir skilorðsbundnir sem falla niður haldi maðurinn skilorði í tvö ár.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira