Dallas heiðrar Dirk í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 19:01 Dirk Nowitzki og Dallas Mavericks urðu NBA-meistarar í eina skiptið árið 2011. Getty/John W. McDonough Þetta er sérstakt kvöld í sögu NBA-liðsins Dallas Mavericks og fyrir besta leikmanninn í sögu félagsins. Treyja Þjóðverjans Dirk Nowitzki fer þá upp í rjáfur. Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Dirk Nowitzki átti magnaðan feril með Dallas í NBA og er eini leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að spila 21 tímabil með sama félaginu. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dallas mætir Golden State Warriors í American Airlines Center í Dallas í kvöld og þar verður treyja númer 41 dregin upp með viðhöfn. Dirk er aðeins fjórði leikmaður Dallas sem fær slíkan virðingavott en treyjur Brad Davis (10), Rolando Blackman (22) og Derek Harper (12) eru líka uppi í rjáfri Dallas hallarinnar. „Dirk er allt fyrir Mavs. Þetta er sérstakur dagur fyrir Mavs og alla stuðningsmenn félagsins út um allan heim,“ sagði eigandinn Mark Cuban. Nowitzki kom til Dallas nítján ára gamall eftir að hafa verið valinn níundi í nýliðavalinu 1998. Milwaukee Bucks valdi hann reyndar en skipti honum strax til Dallas Mavericks í stórum leikmannaskiptum. Nowitzki skoraði bara 8,2 stig í leik á fyrsta tímabili en meira en tvöfaldaði stigaskor sitt tímabilið á eftir (17,5) og var tímabilið 2002-03 kominn með 25,1 stig í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs) Tímabilið 2006 til 2007 var Nowitzki kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar eftir að hafa verið með 24,6 stig, 8,9 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hápunkturinn var árið 2011 þegar Dallas varð NBA-meistari og Nowitzki var kosinn sá mikilvægasti í lokaúrslitunum. Nowitzki spilaði með Dallas út 2018-19 tímabilið en lagði skóna á hilluna eftir það enda varð hann 41 árs gamall það sumar. Í síðasta leiknum var hann með 20 stig og 10 fráköst. Dirk lék alls 1522 deildarleiki fyrir Dallas og 145 leiki að auki í úrslitakeppni. Í deildarleikjunum var hann með 20,7 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Dallas Mavericks (@dallasmavs)
NBA Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira