Áfengiskaup ríkisins fyrir margar milljónir falin í reikningum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. janúar 2022 21:00 Freyðivín í boði ríkisins. Þannig eru sumar veislurnar. vísir/vilhelm Ríkisstofnanir eyða stórfé í áfengi á hverju ári en engin leið er fyrir almenning að vita hversu miklu eða hvar þær versla það. Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira
Fyrir mörgum er áfengi ómissandi þáttur í góðri veislu. Það virðist allavega vera þannig hjá ráðuneytum og ríkisstofnunum því á liðnu ári eyddu þau mörgum milljónum í áfengiskaup. En stóra spurningin er auðvitað: Hversu miklu? Hvað fór mikið úr okkar sameiginlega sjóði í áfengiskaup, veislur og boð ríkisstarfsmanna? Þegar fréttastofa sendi fyrirspurn á Ríkiskaup um málið kom í ljós að þessar upplýsingar væru ekki svo auðfáanlegar. Aðeins tvö ráðuneyti með skráð áfengiskaup Þegar var til dæmis leitað að bókunum ráðuneyta á kaupum undir flokknum áfengi og tóbak kemur í ljós að aðeins tvö ráðuneyti hafi skráð áfengiskaup sín og undirstofnana sem slík árið 2021. Undirstofnanir dómsmálaráðuneytisins eyddu um 28 milljónum í áfengi og tóbak á árinu og undirstofnanir mennta- og menningarmálaráðuneytisins skráðu kaup í flokknum fyrir um 7 milljónir. Upphæð undirstofnana dómsmálaráðuneytisins skýrist af tóbakskaupum Fangelsismálastofnunar sem verslaði tóbak fyrir tæpar 25 milljónir á árinu, sem síðan er selt til fanga á Litla Hrauni og annarra fangelsa. Leiðrétt: Upprunalega stóð í fréttinni að það væru ráðuneytin sjálf sem hefðu keypt áfengi fyrir 28 milljónir annars vegar og 7 milljónir hins vegar en þannig voru tölurnar settar upp í svari Ríkiskaupa. Hið rétta er að þetta eru samanlögð kaup allra undirstofnana þeirra á áfengi og tóbaki. Ekkert hinna ráðuneyta var með áfengiskaup skráð undir þeim vöruflokki. En liggur ekki ljóst fyrir að þau hafi einnig keypt áfengi í fyrra? „Jú, jú það er alveg klárt. Þetta eru í rauninni bara bókhaldsfærslur sem við erum með. Í dag erum við með bókhaldslykilinn áfengi og tóbak en það eru auðvitað margir aðrir möguleikar þegar þú ert að bóka kaup á vörum og þjónustu,“ segir Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri hjá Ríkisinnkaupum. Ríkiskaup ætla sér að gera kvittanir ríkisins aðgengilegri á næstu mánuðum.vísir/egill Þó er auðvelt að fletta upp viðskiptum ríkisins við einstaka aðila og ef verslun stofnana ríkisins við ÁTVR er tekin saman kemur í ljós að hún var upp á rúmar 26 milljónir í fyrra. Sjá ekki hvað er keypt En þó er líklega algengara að stofnanir versli áfengi af þriðja aðila, veisluþjónustu eða veitingastað. Og það er oftast allt skráð sem hluti af heildarþjónustu staðarins á sama reikningi og matur og önnur þjónusta. „Við sjáum kannski ekki nákvæmlega hvar kaupin fara fram og hjá hverjum og í hversu miklu magni,“ segir Davíð Ingi. Ríkiskaup eru þegar farin að skoða hvernig bæta megi úr þessu. „Og hvernig við getum komist á dýpra level ef ég leyfi mér að sletta. Þannig við sjáum í raun bein innkaup, hvað er verið að kaupa og í hvaða magni. Eitthvað sem við kannski sjáum ekki í dag heldur sjáum við bara heildarkaup á ákveðnum bókhaldslyklum,“ segir Davíð Ingi. Þannig verði vonandi á næstu mánuðum hægt að skoða reikninga ríkisstofnana í smáatriðum. Að fá allan strimilinn með vörum eftir viðskiptin svo að segja en ekki bara upphæðina eins og nú.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Sjá meira