Kyrie snýr aftur: „Enginn í NBA hefur það sem Nets hefur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 19:46 Þríeyki Brooklyn Nets: Kevin Durant, James Harden og nú Kyrie Irving. Jim Davis/Getty Images Hinn óbólusetti Kyrie Irving mun spila sinn fyrsta leik á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta þegar Brooklyn Nets sækir Indiana Pacers heim í nótt. Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Kyrie Irving er einn þeirra sem hafa ekki látið bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Sökum þess hefur hann orðið af mörgum milljónum Bandaríkjadala þar sem hann hefur ekki enn spilað leik með Brooklyn Nets á tímabilinu. Fjölmörg lið í NBA-deildinni hafa sett þá kröfu að leikmenn séu bólusettir ef þeir ætla sér að spila í höllum þeirra. Nets er eitt þeirra félaga og því hefur Kyrie ekki mátt spila né æfa með Nets. Fyrir nokkru síðan var staðfest að hann gæti æft með Brooklyn þegar liðið ferðast sem og spilað þá útileiki þar sem heimaliðið leyfir óbólusettum leikmönnum að taka þátt. Hann þarf þó alltaf að uppfylla ákveðin skilyrði, skila neikvæðum prófum áður en hann mætir á æfingu eða í leik og þar fram eftir götunum. Eftir að tilkynnt var um endurkomu Kyrie nældi hann sér í veiruna og því hefur endurkoman tafist. Nú er hún loks að verða að veruleika. Fyrrverandi NBA-goðsagnirnar Shaquille O´Neal og Charles Barkley láta gamminn geysa í þætti sínum NBA on TNT. Þeir – ásamt fleirum – eru vægast sagt spenntir fyrir því að sjá Kyrie í Brooklyn-treyjunni. Uncle Drew makes his return to the Nets Big 3 @NBAonTNT pic.twitter.com/xzGwdsFR5m— Bleacher Report (@BleacherReport) January 5, 2022 Með Kyrie Irving, James Harden og hinn óstöðvandi Kevin Durant er fátt ef eitthvað sem getur stöðvað Brooklyn Nets að þeirra mati. Nets er sem stendur í 2. sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 12 töp eftir 35 leiki. Eftir að hafa tapað þremur leikjum í röð er ljóst að endurkoma Kyrie gæti ekki komið á betri tíma þar. Nú er bara að bíða og sjá hvort hversu ryðgaður Kyrie er eftir nokkra mánaða pásu. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira