Hefur aldrei látið húðflúra hægri handlegginn þar sem hann er „aðeins til að skora með“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. janúar 2022 23:00 Mikill munur er á handleggjum Malik Monk. Katelyn Mulcahy/Getty Images Það hefur ekki mikið gengið upp hjá Los Angeles Lakers það sem af er leiktíð í NBA-deildinni en Malik Monk hefur hins vegar komið skemmtilega á óvart þar sem ekki var búist við miklu af leikmanni sem Charlotte Hornets leyfði að fara á frjálsri sölu í sumar. Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera. Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira
Malik Monk verður 24 ára gamall þann 4. febrúar næstkomandi. Charlotte Hornets valdi hann í nýliðavalinu árið 2017 og voru miklar vonir bundnar við leikmanninn sem var sá 11. í valinu það árið. Vera hans í Charlotte var hins vegar enginn dans á rósum og á endanum fékk hann ekki áframhaldandi samning hjá félaginu. Hann var því frjáls ferða sinna í sumar en í viðtali við The Athletic segir Monk að fá félög hafi verið spennt yfir því að fá hann í sínar raðir. "It kind of hit me hard when nobody really wanted me besides the Lakers. So I just put fuel in my tank and just held it in until the time, until I get time to play and prove I can play for a long period of time. That s what I m doing right now." https://t.co/JKvNKmyANi— Bill Oram (@billoram) January 4, 2022 Á endanum samdi hann við Los Angeles Lakers á töluvert lægri samning en hann hefði reiknað með fyrir nokkrum árum. Hann endaði á að skrifa undir svokallaðan eins árs lágmarkssamning við Lakers. „Það var frekar þungt högg þegar enginn vildi fá mig fyrir utan Lakers. Það var virkilega erfitt,“ sagði Monk meðal annars í viðtalinu. Nick Young er átrúnaðargoð Monk, að vissu leyti þar að segja.vísir/getty Það virðist vera kaldhæðni örlaganna að Monk sé mættur til Lakers en ástæða þess að leikmaðurinn hefur ekki enn látið húðflúra hægri handlegg sinn eru ummæli sem fyrrverandi leikmaður Lakers lét hafa eftir sér um árið. Nick Young fer ekki beint í sögubækurnar fyrir frammistöður sínar í treyju Los Angels Lakers. Þrátt fyrir að vera með fjölda húðflúra þá var hægri handleggur Young algjörlega laus við allt blek. Ástæðan var einföld, hægri handleggurinn var eingöngu til að skora með (e. strictly for buckets). Þetta tengdi Monk við og hugsaði með sér „nú er komið að mér.“ Nick Young, in a text to ESPN, on Malik Monk adopting his strictly buckets policy banning tattoos on his shooting arm: I m Mr. Miyagi and he s LaRusso. The power of the no tat on the right arm is like wax on, wax off for buckets — Dave McMenamin (@mcten) January 5, 2022 Þó Monk hafi ekki raðað inn stigum í treyju Hornets og látinn fara frítt í sumar þá hefur hann heldur betur fundi sig í Englaborginni. Hann er stór ástæða þess að Lakers hefur unnið síðustu þrjá leiki og virðist mögulega vera að rétta úr kútnum. Í stórsigrinm á Portland Trail Blazers skoraði Monk 18 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í naumum sigri á Minnesota Timberwolves skoraði Monk 22 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Í sigrinum á Sacramento Kings skoraði Monk 24 stig. Aðeins LeBron James skoraði fleiri stig í liði Lakers. Big-time buckets from Malik Monk @Lakers and Kings in Q4 on NBA TV! pic.twitter.com/TVvdOBAGEl— NBA (@NBA) January 5, 2022 „Þú verður alltaf að veðja á sjálfan þig,“ sagði Monk að endingu við The Athletic. Hann missti ekki trú á sjálfum sér og er nú að uppskera.
Körfubolti NBA Húðflúr Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Fótbolti Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sjá meira