Ótrúleg flautukarfa í sigri Knicks Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2022 07:31 RJ Barrett kominn í loftið og í þann mund að fara að skora sigurkörfu New York Knicks í gærkvöld. AP/Adam Hunger RJ Barrett var í litlu jafnvægi, undir mikilli pressu, þegar honum tókst að skora magnaða sigurkörfu New York Knicks gegn Boston Celtics í NBA-deildinni í nótt. Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira
Barrett átti alls ekki neinn stjörnuleik og skoraði aðeins úr 4 af 15 skotum sínum. Síðasta skotið tók hann þegar lokaflautið gall og boltinn fór af spjaldinu og ofan í, við gríðarlegan fögnuð í Madison Square Garden. New York vann leikinn þar með 108-105 eftir að hafa verið undir í leiknum lengst af en munurinn var til að mynda 24 stig um tíma í 2. leikhluta. RJ BARRETT'S UNBELIEVABLE #TissotBuzzerBeater COMPLETES THE @nyknicks 25-POINT COMEBACK! #ThisIsYourTime pic.twitter.com/Qb0WXALG7F— NBA (@NBA) January 7, 2022 Evan Fournier var stigahæstur heimamanna með 41 stig. Jayson Tatum skoraði 36 stig fyrir Boston, jafnaði metin þegar rúm sekúnda var eftir og verður ekki sakaður um slakan varnarleik gegn Barrett í lokin. Einhvern veginn fann Barrett þó réttu leiðina. „Þetta var erfitt skot en alltaf þegar ég skýt þá held ég að boltinn fari ofan í,“ sagði Barrett. „Í sannleika sagt þá sá ég ekki hvað gerðist því ég féll. Ég sá ekki boltann fara ofan í en út frá viðbrögðum allra þá vissi ég það. Það var svalt,“ sagði Barrett. Knicks eru þar með sæti ofar en Celtics, í 10. sæti austurdeildarinnar með 19 sigra og 20 töp. Paul með þrennu Chris Paul var með þrefalda tvennu í sigri Phoenix Suns á LA Clippers, 106-89. Paul skoraði 14 stig í leiknum, tók 13 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Phoenix vann þar með þriðja leik sinn í röð og er í góðum málum á toppi vesturdeildarinnar, með 30 sigra en 8 töp. Clippers eru í 8. sæti. Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslitin í nótt: New York 108-105 Boston Memphis 118-88 Detroit New Orleans 101-96 Golden State Phoenix 106-89 LA Clippers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Körfubolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Fótbolti Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Körfubolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Í beinni: Ísland - Belgía | Von um fyrsta sigurinn á EM Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Sjá meira