Búin að klára læknisnámið með atvinnumennsku fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 13:31 Nadia Nadim á ferðinni í leik með danska landsliðinu. Þrjú af 38 mörkum hennar fyrir landsliðið komu á móti Íslandi. EPA/VINCENT JANNINK Nadia Nadim flúði Afganistan ellefu ára gömul eftir að faðir hennar var drepinn. Síðan hefur hún gert mikið með tækifærin sín bæði inn á knattspyrnuvellinum en líka utan hans. Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 Danski boltinn Danmörk Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Nadim sagði frá því á miðlum sínum um helgina að hún sé nú orðin doktor Nadia Nadim eftir að hún kláraði læknisnámið. MAMA, I MADE IT!!!! #SchoolsOut Doctor Nadim in the house! pic.twitter.com/QIn2xkcVwV— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022 „Þakkir til allra sem hafa stutt við bakið á mér frá fyrsta degi og til allra vinanna sem ég hef eignast á leiðinni. Ég hefði ekki getað þetta án ykkar og ég verða alltaf þakklát fyrir ykkar stuðning,“ skrifaði Nadia Nadim en bætti svo við: „Fyrir hina sem trúðu ekki á mig og gagnrýndu mig. Ég stóð mig vel og það er ekkert sem þið gert í því,“ skrifaði Nadia. Nadim hélt áfram í námi samhliða því að spila sem atvinnukona í knattspyrnu. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Hún talar ellefu tungumál og kláraði læknisnámið á fimm árum. Tungumálin sem hún talar eru danska, enska, spænska, franska, þýska, persíska, dari, urdu, Hindi, arabíska og latneska. Nadia Nadim hefur undanfarin tvö ár spilað með franska liðinu Paris Saint-Germain en var þar áður hjá Manchester City. Hún er núna leikmaður bandaríska liðsins Racing Louisville FC. Nadia hefur skorað yfir tvö hundruð mörk fyrir félög sín og er jafnframt komin með 38 mörk í 99 landsleikjum fyrir Dani. Nadia flúði Afganistan þegar Talibanar drápu föður hennar árið 2000. Fjölskyldan endaði í Danmörku þar sem hún byrjaði fótboltaferil sinn. Fyrsta reynsla hennar af Meistaradeildinni kom með Fortuna Hjørring þar sem hún skoraði tvö mörk í fyrsta leik. Hún spilaði síðan með liðum Sky Blue FC og Portland Thorns í bandarísku deildinni en hún var liðsfélagi Dagnýjar Brynjarsdóttur hjá því síðara. Nadia hélt áfram í námi þrátt fyrir atvinnumannaferil sinn og stundaði læknisnám við skóla í Árósum. Thanks to everyone who has been supporting me from day 1, and all new friends I made along the road. I could not have done it without you, and I will forever be grateful for your support For the haters, I did it again. Kicked a** and there s nothing you can do about it! pic.twitter.com/zqdy3kay0b— Nadia Nadim (@nadia_nadim) January 14, 2022
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira